Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

 • 700 g úrbeinuð kjúklingalæri
 • 200 g kornflex, mulið
 • 3 – 4 msk ólífuolía
 • 150 g sýrður rjómi
 • 1 – 2 msk sriracha sósa
 • 2 tsk hveiti
 • salt og pipar
 • ½ tsk hvítlauksduft

Aðferð:

Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur.

Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati.

Jalepenosósa

 • 2 dl majónes
 • 1 dl grískt jógúrt
 • ½ laukur
 • 2 stilkar vorlaukur
 • 1 msk smátt söxuð steinselja
 • 1 tsk hlynsíróp
 • salt og pipar
 • 1 – 2 msk smátt saxaður jalepeno (magn fer eftir smekk)

Aðferð:

Skerið niður vorlauk, steinselju og lauk, setjið í skál og blandið majónesi og grísku jógúrti saman við. Kryddið til með salti og pipar ásamt skvettu af hlynsírópi. Bætið jalepeno saman við í lokin og það er ágætt að bæta honum smám saman við, setjið lítið af honum til að byrja með og vinnið ykkur svo upp ef þið viljið sterkari sósu. Þið getið annaðhvort hrært sósuna saman í skál eða maukað með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

Ofnbakaðar kartöflur með parmesan

 • 15 – 18 venjulegar kartöflur, skornar í bita
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 msk smjör
 • Parmesan ostur, magnið er ca 3 – 4 msk
 • Salt og pipar
 • ½ tsk hvítlaukssalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C.

Skerið kartöflur í litla bita, blandið öllum hráefnum saman i skál og þekjið kartöflurnar vel.

Setjið kartöflurnar í eldfast mót og rífið niður enn meiri parmesan yfir þær áður en þær fara inn í ofn við 200°C í 30 – 35 mínútur. Gott ráð að snúa þeim við nokkrum sinnum á meðan þær eru í ofninum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *