Archives

Súkkulaðikakan sem allir elska

Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum við þess vegna að hafa það rólegt í dag. Þá fannst mér nú tilvalið að skella í þessa einföldu og góðu súkkulaðiköku sem við borðuðum með bestu lyst, fátt sem toppar nýbakaða súkkulaðiköku og ískalt mjólkurglas. Klassík sem enginn fær leið á.  Þessa dagana er ég meðal annars að undirbúa tökudaga fyrir bókina mína, kökubókina sem kemur út í haust. Um 80 uppskriftir að ljúffengum kökum saman í eina bók! Ég get ekki beðið, ætla…

Frönsk súkkulaðikaka með silkimjúkri karamellusósu

Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því að vinna hana (á köflum langaði okkur líka til þess að gefast upp, haha). Helgarfríið hefur þess vegna verið einstaklega ljúft, að hafa ekki stórt verkefni hangandi yfir sér er býsna gott og gaman að geta verið með fjölskyldunni. Ég ætla líka að baka þessa köku hér sem ég gjörsamlega elska og ég veit að fólkið mitt gerir það líka. Það kannast nú flestir við uppskriftina að frönsku súkkulaðikökunni sem er bæði einföld og hriklega…

Vanillu- og sítrónukaka úr Matargleði Evu

Í lokaþætti Matargleðinnar var sérstakt sítrónuþema (mögulega tileinkað Beyoncé). Ég bakaði meðal annars þessa æðislegu vanillu- og sítrónuköku sem er í miklu uppáhaldi. Mjög sumarleg og sæt – mæli með að þið prófið hana.   Vanillu-og sítrónukaka með ferskum berjum Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar  Fyrir 8-10 einstaklinga   200 g smjör 200 g sykur 4 egg 300 g hveiti 2 tsk vanillusykur 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt 5 msk ferskur sítrónusafi börkur af hálfri sítrónu Aðferð: Stillið ofninn í 180°C (blástur) Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætjum eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum saman í skál og bætið síðan við eggjablönduna, ásamt sítrónusafa og sítrónuberki. Hrærið deigið þar til það…

Púðursykurmarens með kókosbollurjóma og karamellusósu

Um helgina bakaði ég þessa marensköku með kókosbollurjóma og karamellukremi. Já, hún er eins góð og hún hljómar! Afi minn átti afmæli um helgina og hittumst við fjölskyldan og áttum góða stund saman, ég ákvað þess vegna að skella í eina marensbombu þar sem marensinn er afar vinsæll í okkar fjölskyldu. Marensbakstur er afar einfaldur og það er svo auðvelt að skella saman í góða köku, útkoman verður alltaf dásamleg. Ég LOFA ykkur því að hún er ofsalega bragðgóð og á eftir að slá í gegn… hún allra hitaeiningana virði.   Púðursykurmarens með kókosbollurjóma og karamellusósu Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar  Fyrir 8-10 einstaklinga     Botnar 5 eggjahvítur 1 dl sykur 3 1/2 dl púðursykur Aðferð: Hitið ofninn í 150°C Þeytið…

Pavlova með ástaraldin- og mangósósu

Pavlova með ástaraldin- og mangósósu Marensbotn 6 Stk eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk mataredik 1 tsk vanilla extract eða dropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marensinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrjið marens á pappírinn. Bakið marensinn við 100° C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina og látið marensinn kólna íalla vega 3 klst í ofninum ef þið hafið tíma til. Krem: 1 dós kókosmjólk (frosin) Aðferð: Frystið kókosmjólkina í 40-60 mínútur. Setjið hana síðan í skál og þeytið þar til áferðin verður rjómakennd. Dreifið kreminu vel yfir kökuna og setjið vel af…

Súkkulaðibollakökur með páskakremi

  Súkkulaðibollakaka með hvítu súkkulaðismjörkremi er alltaf góð hugmynd og sérstaklega um páskana. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega mikið fyrir páskaegg, ég vil heldur baka eitthvað gott og njóta þess. Ekki að ég stelist ekki í páskeggin hjá fjölskyldumeðlimum, það er önnur saga. Súkkulaðibollakökur með súkkulaðibitum og nóg af kremi er fullkomið á páskadag og ég mæli með að þið prófið þessar, þær eru mjög einfaldar og ég elska hvað maður er fljótur að baka bollakökur. Við erum búin að hafa það ótrúlega gott undanfarna daga, erum í sveitinni og ætlum svo í dag upp á Akranes að hitta fjölskylduna okkar þar. Göngutúrar, lestur, leti, sund, góður matur og félagsskapur einkennir þessa helgi og mikið elska ég það. Ég vona að…

Súkkulaðikaka með Frosting kremi

Súkkulaðibotnar 3 bollar hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðdauf olía 5 msk kakó 2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 2 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunarform og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mínútur og ef hnífurinn kemur hreinn upp úr er kakan klár en annars þarf hún lengri tíma. Ofnar eru auðvitað eins misjafnir eins og þeir eru margir. Það er mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu.  …

Æðislegar súkkulaði- og lakkrísbollakökur.

    Í gærkvöldi var mér boðið í ævintýralega lakkrísveislu á Kolabrautinni. Réttirnir voru fimm talsins og innihéldu allir lakkrís frá heimsþekkta fyrirtækinu Lakrids By Johan Bülow. Eftir þessa veislu og gott spjall við Johan er ég enn hrifnari af lakkrísnum hans og ákvað strax í morgun að hefja þennan sunnudaginn á súkkulaðibakstri með góðum lakkrís.  Það tekur enga stund að baka kökurnar og lakkrísinn setur punktinn yfir i-ið en súkkulaði og lakkrís fara mjög vel saman, vægt til orða tekið. Nú ætla ég hins vegar að hætta þessu blaðri og deila uppskriftinn með ykkur, ég mæli með að þið prófið hana… strax í dag 🙂 Súkkulaði- og lakkrísbollakökur Súkkulaðideig: 3 bollar Kornax hveiti (Amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 2 bollar AB…

Brjálæðislega góð Oreo ostakökubrownie

Á sunnudögum er tilvalið að gera vel sig og baka góða köku, eins og þið hafið eflaust tekið eftir hér á blogginu þá leiðist mér ekki að baka og mig langar að deila með ykkur uppskrift að ómótstæðilegri köku sem ég bakaði um síðustu helgi. Hún er algjört sælgæti og ég á eftir að baka hana mjög oft. Ég elska súkkulaðikökur og ég elska ostakökur, sú ást minnkaði ekkert þegar þeim er blandan saman í eina köku sem ég þori að veðja að þið eigið eftir að elska. Nú er um að gera að hendast út í búð eftir nokkrum hráefnum og baka Oreo ostaköku fyrir fjölskylduna á þessum fína sunnudegi.   Oreo ostakökubrownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200…

Skyramisú

  Flest þekkjum við ítalska eftirréttinn ,Tíramisú’ og er hann einn af vinælustu eftirréttum heims. Ég ákvað að skipta út rjómaostinum út fyrir vanilluskyr og útkoman var stórkostleg. Ég elska, elska þennan eftirrétt og hvet ykkur til þess að prófa hann. Mjög einfaldur og inniheldur rjóma, súkkulaði, skyr og kaffi, semsagt veisla fyrir bragðlaukana og fullkomið eftir góða máltíð. Skyramísú 2 egg 50 g sykur 500 g vanilluskyr 250 ml rjómi, þeyttur 1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur 200 g kökufingur (Lady fingers kex) 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi Gott kakó, magn eftir smekk Súkkulaði, smátt saxað   Aðferð: Stífþeytið egg og sykur saman þar til þykk froða myndast. Blandið skyrinu við eggjablönduna og hrærið vel. Bætið vanillunni og rjómanum (þeyttur) varlega saman við með sleif….

1 3 4 5 6 7 10