Skyramisú

 

Flest þekkjum við ítalska eftirréttinn ,Tíramisú’ og er hann einn af vinælustu eftirréttum heims. Ég ákvað að skipta út rjómaostinum út fyrir vanilluskyr og útkoman var stórkostleg. Ég elska, elska þennan eftirrétt og hvet ykkur til þess að prófa hann. Mjög einfaldur og inniheldur rjóma, súkkulaði, skyr og kaffi, semsagt veisla fyrir bragðlaukana og fullkomið eftir góða máltíð.

Skyramísú

 • 2 egg
 • 50 g sykur
 • 500 g vanilluskyr
 • 250 ml rjómi, þeyttur
 • 1 tsk. Vanilla extract eða vanillusykur
 • 200 g kökufingur (Lady fingers kex)
 • 6-7 dl sterkt uppáhellt kaffi
 • Gott kakó, magn eftir smekk
 • Súkkulaði, smátt saxað

 

Aðferð:
 1. Stífþeytið egg og sykur saman þar
  til þykk froða myndast.
 2. Blandið skyrinu við eggjablönduna
  og hrærið vel.
 3. Bætið vanillunni og rjómanum
  (þeyttur) varlega saman við með sleif. Leggið blönduna til
  hliðar í stutta stund á meðan þið hugið að kökunum.
 4. Hellið upp á sterkt kaffi og
  setjið kaffið í skál.
 5. Veltið kökufingrunum upp úr
  kaffinu og skiptið þeim niður í desert skálar eða fallega skál.
 6. Setjið helminginn af
  skyrblöndunni ofan á kökufingurna, stráið svolitlu kakói yfir og smátt söxuðu
  súkkulaði. Endurtakið leikinn þar til hráefnið er búið.
 7. Í lokin er stráð vel af kakói og smátt söxuðu súkkulaði yfir réttinn.
 8. Það þarf að kæla þennan rétt í
  lágmark 4 klukkustundir áður en þið berið hann fram, best finnst mér að
  geyma hann í kæli yfir nótt.

 

Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Hráefnin sem eru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *