Archives

Ísterta með After Eight súkkulaði

  Í vikunni kom út hátíðarbæklingur Hagkaups og þar má finna ljúffengar uppskriftir fyrir jólin. Kalkúnn, önd, nautakjöt og miklu meira í fallegu blaði sem þið getið skoðað hér.  Ég er að minnsta kosti búin að velja nokkra rétti sem mig langar að prófa núna um jólin en ég er til dæmis ein af þeim sem er aldrei með það sama á aðfangadag og nýt þess að prófa eitthvað nýtt og gott. Í blaðinu má finna nokkrar uppskriftir eftir mig, þar á meðal after eight ísterta sem fangar bæði augað og leikur við bragðlaukana. Ég elska þessa tertu og hlakka til að bjóða fjölskyldunni upp á hana um jólin. Tilvalin sem eftirréttur eða þá með kaffinu yfir hátíðarnar <3 After eight ísterta Botnar • 4 eggjahvítur •…

Bestu smákökur ársins á einum stað

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jólanna undanfarin ár og ég hef verið svo heppin að fá að dæma í keppninni síðastliðin tvö ár.  Í keppninni keppa áhugabakarar um besta jóla smákökuna og það er hreint ótrúlegt hvað það eru margar ómótstæðilegar kökur í keppninni, það er ekki auðvelt að dæma í keppni sem þessari skal ég ykkur segja. Ég fékk leyfi til þess að birta nokkrar uppskriftir sem ég mæli með að þið prófið, ég er sífellt að leita að góðum smáköku uppskriftum fyrir jólin og hér eru þrjár uppskriftir sem stóðu upp úr í smákökukeppninni í ár og því tilvalið að baka þær fyrir jólin og njóta.   1.sæti:  Steinakökur. Höf: Andrea Ida Jónsdóttir   2. sæti: Pipplingar. Höf: Ástrós Guðjónsdóttir  3.sæti:…

Ljúffengar súkkulaðibitakökur með pekanhnetum

Gleðilega aðra aðventu kæru lesendur. Mikið vona ég að helgin ykkar hafi verið uppfull af notalegheitum með fjölskyldu og vinum. Ég hef lítið sinnt blogginu að undanförnu en ég er búin að vera í prófum og lítill tími gefist fyrir bakstur og eldamennsku. En nú verð ég dugleg að setja inn jólalegar uppskriftir fyrir ykkur. Í gær bakaði ég til dæmis þessar ofur góðu smákökur með súkkulaði- og pekanhnetum, ég er svakalega mikið fyrir hnetur en þið getið auðvitað skipt þeim út fyrir meira súkkulaði ef þið eruð ekki jafn hrifin af hnetum og ég.  Uppskriftin er frekar stór og notaði ég einungis 1/4 af deiginu, ég frysti rest og get þá alltaf skorið það deig í bita og skellt inn í ofn þegar kökulöngunin…

Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu

Í gærkvöldi fór fram landssöfnun Samhjálpar til uppbyggingar á meðferðarheimilis í Hlaðgerðarkoti. Söfnunin gekk frábærlega og við söfnuðum rúmlega 80 milljónum sem er algjörlega frábært, það var svo gaman að fá að taka þátt í söfnuninni en við Ásgeir Erlendsson vorum í símaverinu með fullt af skemmtilegu fólki. Ég var svo sátt og sæl þegar ég vaknaði í morgun að ég varð að baka eina gómsæta köku. Mig langaði auðvitað í súkkulaðiköku og ég átti til ljúffenga karamellusósu sem passaði fullkomnlega með súkkulaðinu. Úr varð sænsk kladdkaka með þykkri karamellusósu. Þið ættuð að skella í þessa köku sem allra fyrst, lofa að þið eigið eftir að elska þessa. Mjúk súkkulaðikaka með fljótandi karamellusósu 150 g smjör 2 Brúnegg 2 dl sykur 3 dl Kornax hveiti…

Besta skyrkakan

Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég hef svo oft komið að hér á blogginu og ég verð að segja að þessi hér er sú besta já sú besta. Skyr, rjómi og súkkulaði…. sannkölluð sæla. Súkkulaðiskyrkaka með stökkum botni Botn 200 g Digestive kexkökur 150 g brætt smjör   Aðferð: Bræðið smjör, myljið kexið og blandið því vel saman. Þrýstið kexblöndunni í form. (Ég notaði hringlaga smelluform 20×20) Mér finnst langbest að nota smelluform eða lausbotna form þegar ég er að gera…

Oreo brownies sem bráðna í munni

  Vinkonur mínar komu til mín í sunnudagskaffi og bauð ég þeim meðal annars upp á þessa sjúklega góðu Oreo súkkulaðiköku sem bráðnar í munni. Þegar súkkulaði og Oreo koma saman er veisla, svo mikið er víst. Mér finnst brownies eða brúnkur alltaf svo góðar, stökkar að utan og mjúkar að innan. Það má svo líka leika sér með þessa uppskrift, skipta Oreo út fyrir annað góðgæti. Allt er nú hægt! Ég þori að lofa ykkur því að þið eigið eftir að baka þessa aftur og aftur… hún er það góð. Oreo brownie 170 g smjör 190 g súkkulaði 3 Brúnegg + 2 eggjarauður 160 g púðursykur 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 msk kakó 3 msk Kornax hveiti 160 g Oreo kexkökur súkkulaðisósa…

Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum. Sænskir kanilsnúðar 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 650 – 750 g hveiti 4 msk sykur 1/2 tsk salt 2 tsk kardimommuduft 1 3/4 dl mjólk, volg 75 g smjör, við stofuhita (verður að vera mjög mjúkt) Fylling: 100 g smjör 50 g púðursykur 2 tsk kanill 2 msk sykur 1 tsk kardimommuduft Ofan á: 1 egg perlusykur Aðferð: Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5…

Tryllingslega gott karamellupæ

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga karamellusósu. Þegar þið hafið ekki þessar 2 – 3 klst þá er í góðu lagi að kaupa hana tilbúna.. ég segi ykkur það satt. Ég elska að eiga nokkrar uppskriftir sem eru það einfaldar að ég get skellt í eina köku hvenær og hvar sem er. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessa um helgina, hún er æði. Var ég búin að segja æði? Ok. Nú er ég hætt. Karamellupæ með þeyttum rjóma og…

Brjálæðislega góðar súkkulaðibitakökur á 20 mínútum

Helgin hefur verið frekar róleg á þessu heimili og ‘to do’ listinn minnkaði ekkert, það freistaði miklu meira að hanga á kaffihúsum, lita, baka eða taka leggju með Ingibjörgu Rósu en að mála vegg, setja upp gardínur og þið vitið.. allt sem verður að gerast strax, helst í gær. Stundum er bara alveg ágætt að taka rólega daga og plana ekki yfir sig, ‘to do’ listinn fer ekkert en tíminn er núna til að njóta með fólkinu okkar. Ég þarf að minnsta kosti að minna sjálfa mig á það af og til, það þarf ekkert alltaf allt að vera samkvæmt planinu og það er bara fínt að taka letidaga. Og fyrst við erum byrjuð að tala um letidaga þá verð ég að deila með ykkur…

Besta eplakakan

Það eru nokkrar kökur sem ég baka aftur og aftur, það er súkkulaðikaka, gulrótarkaka og svo þessi eplakaka. Kökur sem ég fæ aldrei leið á og minna mig á ljúfar stundir með fjölskyldu og vinum. Þessi eplakaka yljar manni að innan og kanililmurinn er hreint út sagt dásamlegur. Eplakaka með þeyttum rjóma 200 g smjör 3 egg 220 g hveiti 220 g sykur 1 tsk lyftiduft 2 tsk vanilla extract eða sykur 1 dl rjómi 2 græn epli 2 msk sykur 1,5 tsk kanill   Aðferð: Flysjið eplin, kjarnhreinsið og skerið í sneiðar. Blandið saman 2 msk af sykri og 1 tsk af kanil, sáldrið yfir eplin og leyfið þeim að liggja í kanilsykrinum í svolitla stund. Hrærið saman smjör og sykur þar til blandan…

1 5 6 7 8 9 10