Archives

Kanilkaka sem ég fæ ekki nóg af

  Við fjölskyldan erum í góðu yfirlæti á Hvolsvelli og njótum þess að liggja í leti. Eitt af því sem mér þykir skemmtilegast er að baka góða köku á sunnudögum – að vísu finnst mér gaman að baka alla daga en það veitir mér enn meiri ánægju á sunnudögum og ekki veit ég afhverju það er. Í morgun ákvað ég baka ljúffenga kanilköku eða ‘monkey bread’ eins og kakan heitir á ensku. Ég hef legið yfir myndum og uppskriftum að þessari köku í langan tíma en hún er vægast sagt girnileg og mamma mía hvað hún er góð! Kanilsnúðar og kökur eiga vel við sunnudaga einhverra hluta vegna, heimilið verður svo hlýlegt með góðum kanilkeim. Eitt af því góða við þessa uppskrift er að þið…

Súper einfaldar bláberjabollakökur

Í þætti kvöldsins lagði ég sérstaka áherslu á brönsrétti og bakaði meðal annars þessar súper einföldu og bragðgóðu bláberjabollakökur. Það tekur enga stund að skella í þessar og þær eru algjört æði með morgunkaffinu. Þið getið bæði notað fersk eða frosin ber, það skiptir ekki öllu máli. Bláberjabollakökur af einföldustu gerð 12 – 14 bollakökur 8 msk smjör, brætt 150 ml mjólk 2 egg 300 g hveiti 120 g sykur 1 tsk vanilla 2 tsk lyftiduft 2 – 2 ½ bolli bláber, fersk eða frosin Haframjölsmulningur 50 g hveiti 35 g smjör 25 g haframjöl 30 g púðursykur   Aðferð: Setjið allt saman í skál og blandið þessu vel saman með höndunum, þar til þetta verður að fíngerðu deigi Bollakökudeigið: Aðferð: Stillið ofninn í 180°C….

Skúffukakan sem allir elska

Þetta er litli gríslingurinn minn á öskudaginn, hún Ingibjörg Rósa var svo dásamleg í þessum kjól með þessi krúttlegu eyru að mamman átti ekki orð. Þessa dagana eru grísir í miklu uppáhaldi og búningurinn vakti mikla lukku hjá dömunni minni. Hún er orðin eins og hálfs árs og gleður alla í kringum sig á hverjum degi, við Haddi erum einstaklega heppin. Á morgun byrjar hún svo í leikskóla sem verður ekkert smá skemmtilegt, að vísu finnst mér tíminn alltof fljótur að líða og ég finn að maður þarf svo sannarlega að njóta stundarinnar núna. Að því sögðu langar mig að deila með ykkur uppskrift að æðislegri súkkulaðiköku sem allir elska, einföld skúffukaka sem tekur enga stund að búa til og tilvalið að baka í dag…

Vatnsdeigsbollur úr Matargleði Evu

Í síðasta þætti var sérstakt bolluþema í Matargleðinni og að sjálfsögðu voru vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu á boðstólnum. Ég elska þessar bollur og borða óhóflega mikið af þeim á bolludaginn, en ég meina hann kemur nú bara einu sinni á ári. Því ekki að taka forskot á sæluna um helgina og baka þessar ljúffengu bollur kæru vinir?   Vatnsdeigsbollur 10 – 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman…

Æðisleg rjómaostabrownie með hindberjum

Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og hún hefur skotist frá Akranesi til Reykjavíkur og passað dömuna okkar í nokkur skipti. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona góðar frænkur, svo mikið er víst. Við færðum henni þess vegna góða súkkulaðiköku sem við fengum svo auðvitað að smakka hjá henni, hehe. Kakan var ótrúlega góð, sérstaklega nýbökuð með ísköldu mjólkurglasi. Ég náði því nú verr og miður ekki að dunda mér við að taka myndir en þessar myndir koma því vonandi…

Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu

Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það var ást við fyrsta smakk. Það má til gamans segja frá því að tökuteymið mitt var tæplega fimm mínútur að klára þessa köku, aldrei áður hefur neinn réttur horfið svo fljótt. Það er þess vegna rík ástæða fyrir ykkur að prófa kökuna um helgina,  þið eigið eftir slá í gegn 🙂 Döðlukaka með heimsins bestu karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 210 g döðlur 1 tsk matarsódi…

Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka

Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina að vild og bæta því sem manni finnst gott saman við. Eins og ég var búin að segja ykkur þá var viðfangsefni fyrsta þáttarins hjá mér hollar og fljótlegar uppskriftir en ég ákvað að setja þessa með, hún er kannski ekkert svo svakalega holl en hún getur verið það fyrir sálina þegar janúarlægðin nær hámarki og úti er kalt.. Þá er eiginlega bara nauðsynlegt að fá sér góða köku og njóta. Það finnst allavega mér…

Æðisleg gulrótarkaka með rjómaostakremi

  Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt uppáhald og það fór nóg af kremi á kökuna hjá mér fyrr í dag. Helgin hefur verið fljót að líða og við fjölskyldan höfum haft það rosa gott hér heima fyrir, ég ætlaði að vísu að vera búin að sortera alla skápa í íbúðinni en hef ekki komist í það… ójæja, það kemur alltaf önnur helgi 😉 Miklu mikilvægara að eyða tímanum í bakstur og notalegheit. Ég vona að þið hafið haft það fínt um…

Bomba ársins

Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki. Ég lofa ykkur að þið verðið ekki vonsvikin, hún er algjört sælgæti og passar fullkomnlega í áramótpartíið. Hún grípur augað strax og er svolítið mikil en það er nú þannig á áramótunum að allt er leyfilegt.   Sannkölluð karamellubomba Súkkulaðibotnar 3 bollar Kornax hveiti (1 bolli = 2,5 dl) 2 bollar sykur 3 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía (ekki nota ólífuolíu) 5-6 msk. kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2…

Marengskaka með daimkremi og ferskum hindberjum

Ég deildi nokkrum uppskriftum í Nýju Lífi fyrir jólin þ.á m. uppskrift að marengsköku sem fær mig alltaf til að brosa. Já, brosa.. ég elska góðar marengskökur og þær eru svo einfaldar sem er alltaf plús. Ég geri yfirleitt botninn kvöldinu áður og leyfi botninum að kólna yfir nótt, svo skelli ég góðu rjómakremi yfir og skreyti fallega. Einfaldara verður það varla! Það er upplagt fyrir ykkur sem eruð að gera jólaísinn og notið eflaust bara rauðurnar að geyma eggjahvíturnar og búa til marengs til að eiga um jólin, það eru allir svo hrifnir af marengskökum og gott að eiga nokkra botna í frystinum.   Marengshreiður með súkkulaðirjóma og ferskum berjum Botn: 6 eggjahvítur 150 g sykur 150 g púðursykur 1 tsk mataredik 1 tsk…

1 4 5 6 7 8 10