Skírnarveisla Kristínar Rannveigar

Þann tólfta nóvember fékk Kristín Rannveig formlega nafnið sitt við fallega athöfn heima hjá tengdaforeldrum mínum. Við buðum okkar allra nánasta fólki og áttum saman dásamlegan dag. Ég er svo montin af stelpunum mínum að ég fer alveg að springa!

Hér eru nokkrar myndir og uppskriftir af þeim kökum sem ég bauð upp á (ég keypti makkarónur, tilbúnar..hneisa ég veit haha)

Það var sveppasúpa í aðalrétt sem mamma bjó til, með súpunni voru snittubrauð og pestó sem ég þarf endilega að deila með ykkur fljótt. Ég ákvað að hafa þetta einfalt og bauð upp á nokkrar tegundir af sætum bitum en mér finnst bæði fallegt og þægilegt að bjóða upp á svona litla sæta bita.

Pavlovur – Makkarónur og frönsk súkkulaðikaka.

Confetti Sisters buðu mér að velja skraut fyrir veisluna sem ég gerði. Það var svolítið vandasamt að  velja vegna þess að úrvalið er svo gott hjá þeim. Mæli með að þið kíkið á vefsíðuna þeirra ef þið eruð að skipuleggja veislu. Ég hef ekki áður skreytt svona fínt fyrir veislu, fyrir utan brúðkaupið okkar og mér fannst þetta mjög skemmtilegt og útkoman afar falleg. 

Ég lét Hlutprent prenta nafnið fyrir mig sem ég setti ofan á skírnartertuna. Mér finnst þetta frábær lausn og mæli hiklaust með þessum fallegu spjöldum.

Kristín Rannveig Haraldsdóttir. Hún er nefnd í höfuðið á langömmum sínum, Kristínu og Rannveigu. Tvær frábærar konur sem eru okkur Hadda afar kærar. 

Það er lúxus að hafa tónlistarsnillinga í fjölskyldunni, Hjördís Tinna og mamma hennar hún Elfa Margrét.

Kökusneið í morgunmat daginn eftir… Súkkulaðikaka með hvítu súkkulaðikremi og marsbitum. Þetta er algjör súkkulaðibomba!

Daginn eftir skírnarveisluna vorum við Kristín Rannveig mjög latar og þessi mynd fangar stemninguna á heimilinu 🙂

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *