Archives

Guðdómlegt steikar taco

Steikar taco 400 g nautasteik t.d. entrécote Ólífuolía 1 msk steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Aðferð: Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangó salsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

Pulled Pork í ljúffengri bbq sósu

  Pulled Pork í bbq sósu 700-800 g úrbeinaður svínahnakki 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd 1 tsk bezt á allt krydd Salt og pipar 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía   Aðferð: Kryddið kjötið með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan. Brúnið kjötið á öllum hliðum upp úr ólífuolíu í víðum potti sem má fara inn í ofn. Skerið niður einn lauk og bætið honum út í pottinn ásamt tveimur hvítlaukrifjum. Leyfið kjötinu að malla í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið bbq sósuna.   BBQ sósa 1 msk ólífuolía 1 laukur 1 ½ dl tómatasósa 1-2 msk balsamikgljái 1 msk hunang Salt og pipar 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd   Aðferð: Saxið niður laukinn…

Klístruð og ómótstæðileg rif

Klístruð og ómótstæðileg rif Svínarif 1 tsk Bezt á allt kryddblanda 1 tsk paprika 1 tsk cumin krydd 1 tsk kanill 1 dl Hoisin sósa 1 dl Soya sósa 1 msk hunang Salt og pipar ½ rautt chili 1 stilkur vorlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk fersk nýrifið engifer 1 dl púðursykur Aðferð: Saxið chili og vorlauk, blandið öllum hráefnum saman í skál og leggið svínarif í form. Hellið sósunni yfir og geymið í kæli. Best er að leyfa kjötinu að liggja í sósunni í nokkrar klukkustundir. Pakkið kjötinu inn í álpappír og bakið við 110°C í 2,5-3 klukkustundir. Eftir þann tíma stillið þið ofninn á grillhita og opnið álpappírinn, steikið kjötið á þeim hita í 10-15 mínútur. Dreifið ristuðum sesamfræin yfir kjötið áður en þið berið…

Páskalambið, fylltur hryggur með ofnbökuðum kartöflum og soðsósu

  Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, furuhnetum, ólífumauki, steinselju og sítrónuberki er afar ljúffeng steik sem passar einstaklega vel á veisluborðið um páskana. Með hryggnum er gott að hafa ofnbakaðar kartöflur í andafitu og auðvitað góða soðsósu, fullkomið fyrir þá sem vilja nostra aðeins við matargerðina og njóta í botn. Í þætti kvöldsins sýndi ég áhorfendum þessa einföldu og bragðmiklu uppskrift sem ég hvet ykkur til að prófa um páskana.   Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói Fyrir 4-6   1 lambahryggur ca. 2,5 kg, úrbeinaður Fylling: 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk ólífutapende 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk smátt saxað rósmarín ½ L vatn  …

Æðislegt andasalat með ristuðum valhnetum, perum og geitaosti.

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á rétti sem tilvalið er að elda um páskana. Þetta andasalat með steiktum perum, stökkum valhnetum og geitaosti er yfirgengilega gott. Andabringur eru auðvitað algjört sælgæti og eru frábærar í salöt, páskamaturinn þarf alls ekki að vera þungur í maga og tilvalið fyrir þá sem kjósa léttari rétti að bera þennan rétt fram um páskana. Andasalat með stökkum valhnetum og geitaosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk ólífuolía 1 tsk smjör Handfyll ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk dijon sinnep Salt og pipar Aðferð: Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið bringuna til með salti og pipar og steikið bringurnar í…

Entrecôte með chili bernaise og frönskum kartöflum

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur Hadda þá verður þessi réttur yfirleitt fyrir valinu. Að vísu geri ég þá tvær sósu, annars vegar piparostasósu og hins vegar þessa ómótstæðilegu chili bernaise sósu sem ég fæ hreinlega ekki nóg af og gæti borðað hana eina og sér. Hún er algjört æði! Þið vitið hvernig þetta er, ef smjörið er í aðalhlutverki þá er bókað mál að rétturinn sé góður. Entrecôte með chili bernaise og ljúffengum kartöflum 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið…

Beef Bourguignon, hinn fullkomni vetrarmatur.

Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það eitt að skrifa niður uppskriftina fyrir ykkur. Nautakjötið verður svo bragðmikið og safaríkt að það er algjör óþarfi að tyggja það, svo mjúkt er það. Þetta er hinn fullkomni vetrarmatur sem ég mæli innilega með að þið prófið. Ég lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda hann aftur og aftur. Beef Bourguignon 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 600 g nautakjöt, skorið í litla bita salt og pipar skallottulaukar, má líka nota venjulegan…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

1 2 3