Pizzasnúðar með skinku og pepperoni

Pizzasnúðar með skinku og pepperoni 
Þessi uppskrift er stór, ég skipti henni í tvennt bjó til snúða og skinkuhorn. Helmingur af þessari uppskrift gaf mér semsagt 20 meðalstóra pizzasnúða.
  • 900 g  hveiti
  • 40 g sykur
  • ½ tsk salt
  • 100 g smjör, brætt
  • 500 ml mjólk
  • 1 pakki þurrger (12 g)
Fylling :
  • 1 bréf skinka
  • 1 bréf pepperoni
  • pizzasósa, magn eftir smekk
  • rifinn mozzarella ostur, magn eftir
    smekk
  • oreganó krydd
Til að pensla yfir:
  • 1 egg
  • 2 msk mjólk
  • rifinn ostur
  • oreganó krydd
Aðferð:
  1. Hitið mjólk í potti, mjólkin á að vera volg.
  2. Vekjið gerið í mjólkinni, en það tekur um það bil fimm mínútur. Um leið og það byrjar að freyða í skálinni er
    gerblandan tilbúin.
  3. Bræðið smjör.
  4. Blandið öllu saman í skál og hnoðið deigið mjög vel, ég leyfi hnoðaranum á hrærivélinni minni að sjá um verkið en
    þá tekur það um bil bil fimm til sex mínútur.
  5. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að lyfta sér í rúmlega klukkustund eða þar til það hefur
    tvöfaldast og jafnvel þrefaldað stærð sína.
  6. Hitið ofninn í 180°C.
  7. Skiptið deiginu í tvennt, stráið hveiti á borðflöt og hnoðið létt.
  8. Fletjið deigið út með kökukefli.
  9. Smyrjið deigið með pizzasósu, skerið niður skinku og pepperoni og leggið yfir. Sáldrið rifnum mozzarella osti yfir
    og kryddið til með oreganó.
  10. Rúllið deiginu saman og skerið hverja rúllu í 18 – 20 bita.
  11. Leggið bitana beint á pappírsklædda ofnplötu eða í bollakökuform eins og ég gerði.
  12. Penslið snúðana með eggjablöndunni og
    sáldri rifnum mozzarella osti yfir og kryddið gjarnan með oreganó.
  13. Bakið snúðana við 180°C í 10 – 12 mínútur eða þar til snúðarnir eru gullinbrúnir.

 

 

 

 

 

 

 

Njótið vel
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *