Í síðasta þætti mínum lagði ég áherslu á matargerð frá Bandaríkjunum og þessi réttur er einn þekktasti og vinsælasti rétturinn þar í landi. Ég gjörsamlega elska þennan rétt en hann inniheldur allt það sem mér þykir gott. Pasta, beikon, ost og rjóma… ég þarf ekki meira. Mæli með að þið prófið og ég vona að þið njótið vel. Ofnbakað Mac & Cheese 250 g makkarónupasta 1 msk ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk smátt söxuð steinselja 1 msk smátt saxað tímían 2 msk smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + einn græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk smátt söxuð steinselja salt og pipar…