Archives

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…