Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn!

Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati.

Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax.

Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur.

Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús.

Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu.

Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín).

Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið.

Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni.

Entrecóte með chili bernaise og frönskum kartöflum.

Hvítlauksmarinerað lambakjöt með bernaise sósu! Jömmí.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *