Archives

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

HIMNESK DÖÐLUKAKA ÚR EINFALT MEÐ EVU

  Döðlukaka með karamellusósu   5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 100 g ristaðar kasjúhnetur 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft  Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið  pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til…

GRÆNMETISLASAGNA ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænmetislasagna með eggaldinplötum • 1 msk ólífuolía • 1 rauðlaukur • 2 hvítlauksrif • 1 rauð paprika • 3 gulrætur • ½ kúrbítur • ½ spergilkálshöfuð • 3 sveppir • 1 msk tómatpúrra • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) • 1 grænmetisteningur • 1 msk smátt söxuð basilíka • Salt og pipar • 2 eggaldin • Rifinn ostur • 1 stór dós kotasæla • Ferskur aspas Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. 3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. 4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á…

GRÆNT OFURBOOZT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænn hristingur • Handfylli spínat • 1 dl frosið mangó • 1 msk chia fræ • ½ – 1 msk hampfræ • Möndlumjólk, magn eftir smekk • ½ banani • 2 cm engiferrót Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandara og maukið þar til drykkurinn er silkimjúkur. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

GEGGJAÐ SESAR SALAT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Sesar salat Hvítlauks-og parmesansósa • 3 dl sýrður rjómi • 1 tsk dijon sinnep • 1/2 hvítlauksrif • safi úr hálfri sítrónu • salt og pipar • 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: 1. Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu. Brauðteningar • Brauð að eigin vali • Ólífuolía • Salt og pipar Aðferð: 1. Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir. Salatið • 4 kjúklingalæri með legg • 1 msk ólífuolía • Salt og pipar, magn eftir smekk • 1 höfuð romain kál • 1 askja…

ROCKY ROAD SÚKKULAÐISNILLD ÚR EINFALT MEÐ EVU

ROCKY ROAD SÚKKULAÐIBITAR Hráefni: • 100 g mini sykurpúðar • 200 g dökkt súkkulaði • 200 g mjólkursúkkulaði • 100 g ristaðar pekanhnetur • 100 g ristaðar möndlur • 100 g nóa kropp • 100 g rjóma karamellukúlur Aðferð: 1. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. 2. Saxið niður pekanhnetur. 3. Setjið sykurpúða,helst litla, nóa kropp, karamellukúlur, ristaðar möndlur og pekanhnetur í pappírsklætt bökuform. 4. Hellið súkkulaðinu yfir og inn í kæli þar til súkkulaðið er orðið stíft. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSSÓSU ÚR EINFALT MEÐ EVU

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSRJÓMASÓSU Hráefni: • 800 g kræklingur • 1 laukur • 3 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 msk smjör • 2 dl hvítvín • 2 dl rjómi • 2 msk smátt söxuð steinselja • 2 msk smátt saxaður kóríander • Safi úr einni sítrónu Aðferð: 1. Skolið kræklinginn afar vel, hendið opinni eða skemmdri skel. Þið getið athugað hvort skelin sé lifandi með því að banka aðeins í hana ef hún er smávegis opin, ef hún lokar sér er hún lifandi og þá má borða hana. 2. Hitið smjör á pönnu, skerið niður lauk, hvítlauk og chili mjög smátt og steikið upp úr smjörinu þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. 3. Hellið kræklingum út á pönnuna og steikið í smá stund,…

SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING Fyrir 3-4 Hráefni: • 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir • Olía • Smjör • Salt og pipar • 4 dl mjólk • 4 dl hveiti Aðferð: 1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur). 3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri! Blómkálsmauk • 1 stórt blómkálshöfuð • 2 msk mjör •…

HÖRPUDISKUR Á VOLGU MAÍSSALATI ÚR EINFALT MEÐ EVU

Hörpudiskur á volgu maíssalati Hráefni: • 2 ferskir maísstönglar í hýðinu • Salt og pipar • 4 msk smjör • 1 hvítlauksrif • ½ rauð paprika • 1 lárpera • 2 tómatar • 1 límóna • 1 msk smátt söxuð basilíka • 1 dl hreinn fetaostur • 10 stk hörpuskel • 1 sítróna Aðferð: 1. Skafið maískornin af maískólfinum, hitið smjör á pönnu og steikið kornin þar til þau eru mjúk í gegn. Saxið hvítlauksrif og bætið út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar. 2. Setjið maískornin til hliðar. 3. Skerið papriku, tómata og lárperu afar smátt. Blandið grænmetinu saman við maískornin. 4. Saxið niður basilíku og bætið henni einnig saman við maíssalatið. 5. Kreistið safann úr einni límónu yfir salatið og hrærið….

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA ÚR EINFALT MEÐ EVU

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA Hráefni:  • 2 msk olía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 stilkar vorlaukur • 250 lax, roðlaus og beinlaus • 250 g blandaðir sjávarréttir • 1 dós kókosmjólk (400 ml) • 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur • 1 límóna • 2 paprikur, appelsínugul og rauð • Handfylli kóríander • ½ msk fiskisósa • 250 g risarækjur, ósoðnar • ½ – 1 msk karrí • 1 tsk paprikukrydd • Cayenne pipar á hnífsoddi • Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: 1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. 2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til…

1 2