Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund

 • 800 g nautalund
 • ólífuolía
 • salt og pipar
 • steinselja

Aðferð:

Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram.

Sveppasósa

 • 10 sveppir
 • Smjör
 • ½ villisveppaostur
 • 250 ml rjómi
 • ½ – 1 teningur nautakraftur
 • salt og pipar

Aðferð:

Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda.

Ljúffengt kartöflusalat – fullkomið með grillmat

 • 20 stk soðnar kartöflur
 • 2 dl majónes – eða meira, fer eftir smekk
 • 1 msk franskt sinnep
 • 1 laukur
 • 2 soðin egg
 • ½ msk steinselja
 • ½ msk graslaukur
 • 1 tsk hunang
 • 1 tsk sítrónupipar
 • Salt, magn eftir smekk

Aðferð:

Skerið forsoðnar kartöflur í bita, skerið eggin smátt og saxið lauk afar fínt. Bætið öllum hráefnum saman í skál og hrærið varlega, saxið niður ferska steinselja og graslauk og bætið við í lokin. Best er að kæla salatið í ca. 30 mínútur í kæli áður en það er borið fram.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *