Archives

Sítrónukaka með glassúr

Eitt kvöldið gat ég ekki sofnað… það var ekki vegna þess að ég fann ekki þægilega stellingu til þess að sofa í (já það er vandamál hjá óléttum konum haha) en ég gat ekki hætt að hugsa um sítrónukökur… ég sofnaði loksins en um leið og ég vaknaði þá dró ég fram bakstursdótið og prófaði þessa undursamlegu uppskrift að sítrónuköku sem róaði kökuóðu mig og ég gat sofnað vært næstu nótt. Kakan er svo eiginlega enn betri daginn eftir með morgunkaffinu! Mæli innilega með að þið prófið þessa sem allra fyrst. Sítrónukaka sem allir elska 400 g sykur 240 g smjör 3 egg 380 g hveiti 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 2,5 dl vanillujógúrt eða ab mjólk 1 sítróna, safi og börkur 1 tsk vanilla…

Guðdómlegt bláberjaboozt

Bláber eru bæði ótrúlega holl og góð, þau eru stútfull af andoxunarefnum og bæta meltinguna. Ég elska bláber og nota þau mikið í bæði matargerð og bakstur, svo er auðvitað frábært að fá sér bláber sem nasl milli mála. Eitt af því besta sem ég fæ mér er bláberja boozt, ískalt og svakalega frískandi. Fullkomið á sumardögum! Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr Handfylli af bláberjum Einn banani Ein msk af hörfræjum Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Mér finnst best að setja nokkra klaka út í drykkinn. 2. Hellið drykknum í glas og njótið.   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift…

Kjúklingaborgari með jalepenosósu

Kjúklingaborgari með jalepenosósu 700 g úrbeinuð kjúklingalæri 200 g kornflex, mulið 3 – 4 msk ólífuolía 150 g sýrður rjómi 1 – 2 msk sriracha sósa 2 tsk hveiti salt og pipar ½ tsk hvítlauksduft Aðferð: Blandið saman í skál, sýrða rjómanum, sriracha sósunni, salti, pipar, hvítlauksdufti og hveiti. Þerrið kjúklingakjötið vel og setjið ofan í chili sósuna og veltið því næst kjúklingakjötinu upp úr muldu kornflexi. Hitið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn í ca. 2 mínútur á hvorri hlið, takið kjúklinginn varlega af pönnunni og leggið í eldfast mót og setjið inn í ofn við 180°C í 20 – 22 mínútur. Berið stökka kjúklinginn fram í hamborgarabrauði með jalepeno sósu og fersku salati. Jalepenosósa 2 dl majónes 1 dl grískt jógúrt…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Vanillubollakökur með fluffy smjörkremi

Gleðilegan þjóðhátíðardag kæru lesendur! Það er tilvalið að deila einni uppskrift að ljúffengum bollakökum í tilefni dagsins, í gærkvöldi kom yfir mig löngun í vanillubollakökur og að sjálfsögðu svaraði ég þeirri löngun 🙂 Það tekur enga stund að baka þessar og hráefnin eru ekki ýkja mörg og þess vegna átti ég sem betur fer allt til hér heima, ég hefði sjálfsagt ekki nennt að stökkva út í búð eftir einhverjum hráefnum svo það er alltaf plús þegar hráefnin eru ekki mörg. Ingibjörg Rósa og frænka hennar fengu að taka þátt í bakstrinum og þeim leiddist það ekki – ég sýndi uppskriftina skref fyrir skref í Insta – stories og fyrir áhugasama finnið þið mig á Instagram undir evalaufeykjaran. Ég reyni að vera dugleg að sýna…

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn í  180°C. Hitið olíu á  pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikon kurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°c í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út…

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum Kexbotn 400 g kexkökur til dæmis Digestive 120 g smjör 1 tsk sykur Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og hellið því í matvinnsluvélina ásamt einni teskeið af sykri og maukið enn betur saman. Hellið blöndunni í hringlaga smelluform. Ostafylling 900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur 250 g sýrður rjómi 2 egg 2 tsk vanilludropar – eða sykur fræin úr einni vanillustöng ½ dl nýrifinn sítrónubörkur Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum við og þeytið vel. Bætið því næst eggjum, sítróog vanillu saman við og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og…

Heimalagað múslí

Á morgnana vil ég eitthvað mjög einfalt, helst eitthvað sem ég get gripið með mér út í fljótu bragði. Þess vegna elska ég að búa til gott múslí sem ég get sett út á jógúrt ásamt góðum berjum. Einnig finnst mér æði að narta í múslí yfir daginn – þess vegna klárast þetta yfirleitt mjög fljótt hjá mér og þá er gott að þetta sé súper einfalt og fljótlegt. Ekki hafa áhyggjur ef þið eigið ekki allar hneturnar sem ég tel upp hér að neðan eða öll þau fræ, notið bara það sem þið eigið og kaupið það sem ykkur langar í. Þið getið notað hvað sem er í þetta múslí og um að gera að nota sem það til er í skápunum hjá ykkur….

Súkkulaðidraumur sem bráðnar í munni

* K O S T U Ð – F Æ R S L A / K Y N N I N G Haddi minn átti afmæli í síðustu viku og er nú orðinn 28 ára. Það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að baka súkkulaðiköku en það er hans uppáhald og þá sérstaklega franskar súkkulaðikökur, ég elska þær líka svo þetta var perfecto. Ég notaði dökkt súkkulaði frá Valor í kökuna sjálfa en svo Valor súkkulaði með sjávarsalti í kremið, það eru margar spenanndi tegundir sem Valor býður upp á og það má gjarnan prófa hvaða tegund af súkkulaði í þessa köku. Súkkulaði er alltaf góð hugmynd – ég segi ykkur það satt 🙂   Frönsk súkkulaðikaka með Valor súkkulaði 4 egg 2…

1 4 5 6 7 8 18