Archives

Bláberjamúffur með grísku jógúrti og múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi  Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum. Bláberjabollakökur 1 egg 60 g brætt smjör 75 g sykur 65 ml mjólk 2 tsk vanilla 240 g grískt jógúrt 135 g hveiti 80 g haframjöl salt á hnífsoddi ½ tsk kanil 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 3 dl frosin eða fersk bláber KELLOGGS múslí, magn…

Skírnarveisla Kristínar Rannveigar

Þann tólfta nóvember fékk Kristín Rannveig formlega nafnið sitt við fallega athöfn heima hjá tengdaforeldrum mínum. Við buðum okkar allra nánasta fólki og áttum saman dásamlegan dag. Ég er svo montin af stelpunum mínum að ég fer alveg að springa! Hér eru nokkrar myndir og uppskriftir af þeim kökum sem ég bauð upp á (ég keypti makkarónur, tilbúnar..hneisa ég veit haha) Það var sveppasúpa í aðalrétt sem mamma bjó til, með súpunni voru snittubrauð og pestó sem ég þarf endilega að deila með ykkur fljótt. Ég ákvað að hafa þetta einfalt og bauð upp á nokkrar tegundir af sætum bitum en mér finnst bæði fallegt og þægilegt að bjóða upp á svona litla sæta bita. Pavlovur – Makkarónur og frönsk súkkulaðikaka. Confetti Sisters buðu mér…

Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂 Einfalt og fljótlegt hummus (Sem klárast eins og skot) 1 dós kjúklingabaunir 2 msk tahini mauk handfylli kóríander skvetta úr sítrónu 2 hvítlauksrif 1/2 dl góð ólífuolía 1 tsk paprikukrydd salt og pipar Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar Setjið öll hráefnin…

Morgunverðar parfait með berjasósu og stökku múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi Æðislegt morgunverðar parfait með berjasósu og stökku múslí Parfait er fullkomið á brönsborðið eða bara þegar þið viljið gera einstaklega vel við ykkur í morgunsárið. Vinnuframlagið er í lágmarki en útkoman er dásamleg, þið eigið eftir að gera þessa uppskrift aftur og aftur. Morgunverðar parfait 200 g grískt jógúrt 200 g vanillu jógúrt 1 msk rjómi KELLOGGS múslí með súkkulaðibitum Fersk jarðarber Fersk bláber Berjasósa 250 g frosin blönduð ber ½ dl appelsínusafi ½ vanillustöng 2 msk sykur Aðferð: Setjið berin, appelsínusafa, vanillustöng og sykur í pott og náið upp suðu. Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla þar til hún byrjar að þykkna, þá er gott ráð að ýta aðeins á berin…

Syndsamlega góð Rice Krispies kaka

Í gær  kom yfir mig svakaleg köku löngun, þá sjaldan sem það nú gerist. Ég átti von á gestum um kvöldið svo ég ákvað að gera Rice Krispies köku, ég fékk þessa uppskrift hjá vinkonu minni fyrir nokkrum árum og ég geri þessa köku reglulega. Það tekur enga stund að búa til kökuna og í öll skipti sem ég hef boðið upp á þessa köku þá hefur hún vakið lukku. Það er mjög erfitt að standast súkkulaðihjúpað Rice Krispies, það er svo syndsamlega gott.   Rice Krispies kaka með bönunum og karamellusósu.   Botn: 100 g smjör 100 g suðusúkkulaði 100 g Mars súkkulaði 4 msk síróp 5 bollar Rice Krispies  Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið súkkulaðið saman við og leyfið því að bráðna….

Amerískar pönnukökur með Ricotta osti og æðislegt túnfisksalat

Bröns er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og ég hef nú komið að hér áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég elska þegar tími gefst fyrir brönsboð um helgar og mig langar að deila með ykkur uppskriftum sem eru skotheldar í slík boð. Annars vegar safaríkar og ótrúlega góðar pönnukökur sem eru að mínu mati ómissandi í brönsinn.. að þessu sinni inniheldur uppskriftin Ricotta ost en osturinn gerir pönnukökurnar einstaklega safaríkar og ‘fluffy’, fullkomnar pönnukökur sem ég mæli með að þið prófið. Hin uppskriftin er að æðislegu túnfisksalati sem ég fæ ekki nóg af. Vonandi eigið þið eftir að prófa þessar uppskriftir og ég vona auðvitað að þið njótið vel. Góða helgi! Amerískar pönnukökur með Ricotta osti 5 dl hveiti 3…

Pekanpæ – fullkomið á haustin

Ég elska góð pæ og þá sérstaklega þetta pekanpæ sem ég ætla að deila með ykkur en uppskriftin er í kökubókinni minni Kökugleði Evu, það er að verða komið ár frá því að bókin kom út!! Tíminn gjörsamlega flýgur áfram og ég ætla í tilefni þess að hún á ársafmæli að vera dugleg að baka upp úr henni og deila uppskriftum með ykkur í leiðinni. Ég fékk svo mikla löngun í þetta pæ þann sjöunda september.. og daginn eftir fór ég af stað og eignaðist hana Kristínu Rannveigu, ég vil þess vegna meina að pekanpæið hafi komið mér af stað 😉 Svo ef þið eruð á lokametrunum á meðgöngunni þá mæli ég sérstaklega með þessum bakstri. Hér er uppskriftin – njótið vel. Pekanpæ með súkkulaðibitum…

Nutella pönnukökur

Ég elska, elska, elska amerískar pönnukökur með allskyns góðgæti og þessar einföldu pönnukökur með Nutella eru algjört sælgæti. Ég bakaði þessar í gær, jájá konur sem eru komnar 38 vikur á leið þurfa ekki að afsaka pönnukökubakstur í virkum dögum 😉 Ég fékk allt í einu löngun í pönnukökur og var ekki lengi að skella í þessar enda er uppskriftin afar einföld og fljótleg… sem er alltaf plús og ég verð að mæla með að þið prófið þessar sem allra fyrst. Nutella pönnukökur 260 g hveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 3 msk sykur 2 tsk vanilla 2 egg 4 msk smjör, brætt 250 ml mjólk Nutella, magn eftir smekk Aðferð: Blandið þurrefnum saman í skál. Pískið eggin saman við mjólk og vanilludropa. Bræðið…

Æðislegt múslí á örskotstundu

Ég hef nú nefnt það við ykkur einu sinni eða tvisvar sinnum hvað ég elska heimalagað múslí og hér er uppskrift sem er mjög einföld og fljótleg. Ilmurinn sem fer um heimilið þegar múslíið er í vinnslu er dásamlega hlýlegur og fullkomið á haustin. Uppáhaldið mitt er að hræra saman grísku jógúrti og smá hunangi, síðan læt ég vel af múslíinu og svo fersk ber til dæmis jarðarber. Algjör lostæti – og það má gjarnan bera jógúrtið fram í háu glasi en allt sem er fallega borið fram smakkast betur 😉 Þið getið séð aðferðina á Instastory hjá mér en þið finnið mig á Instagram undir nafninu evalaufeykjaran   1 bolli haframjöl 1 bolli kókosmjöl 1 bolli hörfræ 1 bolli graskersfræ 1 bolli saxaðar möndlur…

Ómótstæðileg marengsterta með Marskremi

Í dag deili ég með ykkur æðislegri uppskrift að marengstertu sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en kakan er bæði ótrúlega góð og einföld – uppskriftin kemur úr uppskriftabók eða uppskrifabækling sem amma mín gaf mér, bókin/bæklingurinn heitir Önnur veisla við Lækinn. Bæklingurinn er greinilega svolítið gamall en uppskriftirnar eru frábærar og því tilvalið að deila þeim áfram! Marengsterta með miklum rjóma, ómótstæðilegu kremi og ferskum berjum. Hvað getur klikkað? Marengsterta með marskremi Marengsbotn: 4 eggjahvítur 2 dl sykur  1 dl púðursykur 2 dl Rice Krispies Aðferð: Hitið ofninn í 150°C (blástur) Þeytið eggjahvítur þar til byrjar að freyða í skálinni, bætið þá sykrinum smám saman við og þeytið vel saman þar til marengsblandan er orðin stíf. Merjið Rice Krispies og blandið varlega saman…

1 3 4 5 6 7 18