Archives

Snickers ostakaka

Kexbotn: 400 g hafrakex 200 g brætt smjör Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu. Söltuð karamelluósu: 200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi sjávarsalt Aðferð:  Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín….

Pekanpæ – fullkomið á haustin

Ég elska góð pæ og þá sérstaklega þetta pekanpæ sem ég ætla að deila með ykkur en uppskriftin er í kökubókinni minni Kökugleði Evu, það er að verða komið ár frá því að bókin kom út!! Tíminn gjörsamlega flýgur áfram og ég ætla í tilefni þess að hún á ársafmæli að vera dugleg að baka upp úr henni og deila uppskriftum með ykkur í leiðinni. Ég fékk svo mikla löngun í þetta pæ þann sjöunda september.. og daginn eftir fór ég af stað og eignaðist hana Kristínu Rannveigu, ég vil þess vegna meina að pekanpæið hafi komið mér af stað 😉 Svo ef þið eruð á lokametrunum á meðgöngunni þá mæli ég sérstaklega með þessum bakstri. Hér er uppskriftin – njótið vel. Pekanpæ með súkkulaðibitum…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Tryllingslega gott karamellupæ

Í síðasta þætti af Matargleði útbjó ég þetta tryllingslega góða karamellupæ sem er bæði fáránlega einfalt og fljótlegt. Ég kaupi yfirleitt karamellusósuna tilbúna í krukku en sósan fæst meðal annars í Hagkaup. Einnig er hægt að sjóða sæta niðursoðna mjólk í 2 – 3 klst en mjólkin breytist í ljúffenga karamellusósu. Þegar þið hafið ekki þessar 2 – 3 klst þá er í góðu lagi að kaupa hana tilbúna.. ég segi ykkur það satt. Ég elska að eiga nokkrar uppskriftir sem eru það einfaldar að ég get skellt í eina köku hvenær og hvar sem er. Ég mæli hiklaust með að þið prófið þessa um helgina, hún er æði. Var ég búin að segja æði? Ok. Nú er ég hætt. Karamellupæ með þeyttum rjóma og…

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

Pekanbaka

Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds bökunni minni, pekanbökunni dásamlegu. Ég fæ ekki nóg af pekanhnetum og hvað þá ef þú blandar þeim saman við súkkulaði. Þessa böku ættu allir að prófa. Njótið vel! Pekanbaka með súkkulaði 100 g smjör, við stofuhita 185 g hveiti 1 eggjarauða ¼ tsk salt ½ tsk vanilla extract 2 tsk kalt vatn. Aðferð: Hnoðið öllu saman með höndum, sláið deiginu upp í kúlu og geymið í kæli í 15 – 20 mínútur. Stráið smávegis af…