Archives

Skinkuhorn fyllt með skinku- og beikonsmurosti.

Ég bakaði í fyrsta skipti skinkuhorn um daginn, ég veit ekki afhverju ég hef aldrei bakað þau fyrr því mér finnst þau sérlega góð.  Þessa uppskrift fékk ég hjá henni Kollu Björns en hún er gestur minn í þættinum mínum Höfðingjar heim að sækja annað kvöld á Stöð 2. Í þættinum bakar hún meðal annars dásamlegar bollur upp úr þessari uppskrift. Ég var mjög ánægð með útkomuna og almáttugur hvað hornin eru góð nýbökuð, ég gef það ekki upp hvað ég borðaði mörg horn þennan bakstursdag. 😉  Ég frysti nokkur horn og mikið er gott að geta gripið eitt og eitt horn af og til. Ég mæli þess vegna með að þið prófið þessa uppskrift sem fyrst. Þið getið auðvitað búið til ostaslaufur, ostabollur og…

Rosaleg súkkulaðibomba.

Á þjóðhátíðardaginn er svo sannarlega tilvalið að bjóða fjölskyldu og vinum heim í kaffiboð áður en haldið er í skrúðgöngu. Íslensk Hnallþóra gegnir lykilhlutverki að mínu mati í kaffiboðum á þessum fallega degi.  Súkkulaði, Rice Krispies, rjómi, fersk ber og enn meira súkkulaði. Það er blanda sem getur ekki klikkað. Hér kemur uppskriftin að þjóðhátíðarkökunni dásamlegu. Þjóðgerður Súkkulaðibotnar: Ég notaði þessa uppskrift en þið getið auðvitað notað hvaða súkkulaðibotna uppskrift sem þið viljið. Ég mæli þó með þessum botnum en þeir eru einstaklega mjúkir og góðir.       3 bollar hveiti       2 bollar sykur          3 egg          2 bollar venjuleg ab-mjólk          1 bolli olía          5-6 msk kakó…

Vatnsdeigsbollur með súkkulaðifyllingu og berjafyllingu.

Það styttist í bolludaginn dásamlega. Ég held mikið upp á bolludaginn þar sem ég veit fátt betra en mjúkar vatnsdeigsbollur með rjómafyllingu og góðu kremi. Vatnsdeigsbollur bjóða upp á marga möguleika og það er mjög gaman að prufa sig áfram. Þessi uppskrift að vatnsdeigsbollum kemur úr Gestgjafanum og mér finnst hún mjög góð. Ég mæli svo sannarlega með að þið setjið upp betri svuntunar í dag og hefjið bollubakstur. Vatnsdeigsbollur 9 – 12 bollur 50 g smjör 2 dl vatn 100 g hveiti 3 meðalstór egg  1. Bræðið smjörið með vatninu og látið sjóða vel í blöndunni. 2. Bætið hveitinu út í. 3. Hrærið vel saman með sleif, þar til deigið er sprungulaust. Látið deigið kólna í smástund áður en þið bætið eggjum saman við….

1 16 17 18