Archives

Sítrónukaka með glassúr

Eitt kvöldið gat ég ekki sofnað… það var ekki vegna þess að ég fann ekki þægilega stellingu til þess að sofa í (já það er vandamál hjá óléttum konum haha) en ég gat ekki hætt að hugsa um sítrónukökur… ég sofnaði loksins en um leið og ég vaknaði þá dró ég fram bakstursdótið og prófaði þessa undursamlegu uppskrift að sítrónuköku sem róaði kökuóðu mig og ég gat sofnað vært næstu nótt. Kakan er svo eiginlega enn betri daginn eftir með morgunkaffinu! Mæli innilega með að þið prófið þessa sem allra fyrst. Sítrónukaka sem allir elska 400 g sykur 240 g smjör 3 egg 380 g hveiti 1 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 2,5 dl vanillujógúrt eða ab mjólk 1 sítróna, safi og börkur 1 tsk vanilla…

Vanillu- og sítrónukaka úr Matargleði Evu

Í lokaþætti Matargleðinnar var sérstakt sítrónuþema (mögulega tileinkað Beyoncé). Ég bakaði meðal annars þessa æðislegu vanillu- og sítrónuköku sem er í miklu uppáhaldi. Mjög sumarleg og sæt – mæli með að þið prófið hana.   Vanillu-og sítrónukaka með ferskum berjum Bakstur Áætlaður tími frá byrjun til enda: 2 tímar  Fyrir 8-10 einstaklinga   200 g smjör 200 g sykur 4 egg 300 g hveiti 2 tsk vanillusykur 2 tsk lyftiduft ½ tsk salt 5 msk ferskur sítrónusafi börkur af hálfri sítrónu Aðferð: Stillið ofninn í 180°C (blástur) Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós. Bætjum eggjum saman við, einu í einu. Blandið þurrefnum saman í skál og bætið síðan við eggjablönduna, ásamt sítrónusafa og sítrónuberki. Hrærið deigið þar til það…