Archives

EGG BENEDICT

Egg Benedict – besti brönsréttur fyrr og síðar! Fyrir 2  Hráefni: 4 egg 2 l vatn ½ tsk salt 2 brauðsneiðar, til dæmis gott súrdeigsbrauð 100 g spínat Smjörklípa 2 sneiðar hráskinka 2 sneiðar reyktur lax Paprikuduft Hollandaise sósa 5 eggjarauður 250 g smjör 1 msk sítrónusafi Salt og pipar Aðferð: Byrjið á því að útbúa sósuna. Setjið eggjarauður í skál og hitið yfir vatnsbaði, hrærið stöðugt í eggjunum og gætið þess að þau ofhitni ekki. Ef skálin er orðin of heit þá er nauðsynlegt að taka hana af hitanum og kæla örlítið, en það verður að hræra stöðugt í á meðan. Skerið smjör í teninga og bætið þeim smám saman út í, pískið á meðan smjörið bráðnar og þegar allt smjörið er komið út…

Egg Benedict

Um síðustu helgi fékk ég nokkra vini í brunch og það var svo næs, ég eeeelska brunch og reyni að bjóða fólkinu mínu eins og oft og ég mögulega get. Uppáhalds rétturinn minn er án efa Egg Benedict..og svo elska ég pönnukökur.. og mímósur. Jæja, þið áttið ykkur á þessu. Ég elska semsagt brunch! Egg Benedict **Hér getið þið séð myndband af sambærilegri uppskrift sem ég gerði í fyrra Fyrir fjóra  4 egg 2 L vatn Salt Góð skinka Gott brauð til dæmis ciabatta eða súrdeigsbrauð,skorið gróft Hollandaise sósa eða Bernaise sósa (mér sú síðarnefnda bragðmeiri og nota hana þess vegna yfirleitt) Salt og pipar Saxaðaur graslaukur eða steinselja Aðferð: Skerið brauðið í þykkar sneiðar og leggið á pappírsklædda ofnplötu, sáldrið smávegis af olíu yfir…

Amerískar pönnukökur með Ricotta osti og æðislegt túnfisksalat

Bröns er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og ég hef nú komið að hér áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég elska þegar tími gefst fyrir brönsboð um helgar og mig langar að deila með ykkur uppskriftum sem eru skotheldar í slík boð. Annars vegar safaríkar og ótrúlega góðar pönnukökur sem eru að mínu mati ómissandi í brönsinn.. að þessu sinni inniheldur uppskriftin Ricotta ost en osturinn gerir pönnukökurnar einstaklega safaríkar og ‘fluffy’, fullkomnar pönnukökur sem ég mæli með að þið prófið. Hin uppskriftin er að æðislegu túnfisksalati sem ég fæ ekki nóg af. Vonandi eigið þið eftir að prófa þessar uppskriftir og ég vona auðvitað að þið njótið vel. Góða helgi! Amerískar pönnukökur með Ricotta osti 5 dl hveiti 3…

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum

Morgunverðarbaka með kartöflum, beikoni og eggjum 1 msk ólífuolía ¼ blaðlaukur, smátt skorinn 150 g kurlað beikon 1 rauð paprika, smátt skorin 1 hvítlauksrif, marin 4 bökunarkartöflur, skornar í teninga salt og nýmalaður pipar 10 kirsuberjatómatar 4 – 5 egg fersk Steinselja Parmesan ostur Aðferð: Hitið ofninn í  180°C. Hitið olíu á  pönnu og steikið laukinn við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur. Bætið beikon kurlinu, paprikunni og hvítlauknum út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur. Bætið kartöfluteningum saman við og kryddið með salti og pipar. Setjið blönduna í eldfast mót þegar kartöflurnar eru eldaðar í gegn. Skerið niður kirsuberjatómata og dreifið yfir. Brjótið eggin yfir og bakið við 180°c í ca. 10 mínútur eða þar til eggin eru fullelduð. Þegar kartöflubakan kemur út…

Ítölsk eggjakaka með kartöflum og papriku

  Ég bauð vinkonum mínum í brunch í síðustu viku en eins og ég hef margoft sagt þá er brunch í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég bauð stelpunum meðal annars upp á ítalska eggjaköku en það er í raun bökuð eggjakaka sem er yfirleitt steikt á annarri hliðinni og síðan kláruð inn í ofni. Það er hægt að setja allt það sem hugurinn girnist í þessa eggjaköku en ég var með kartöflur, púrrulauk og grillaða papriku sem setti punktinn yfir i-ið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef keypt grillaða papriku og ég var hálf svekkt að hafa ekki gert það fyrr, paprikurnar voru svo bragðmiklar og eru að mínu mati lykil hráefnið í þessari eggjaköku. Eggjakakan er skorin í sneiðar og gjarnan borin…

Eggjamúffur með beikoni og papriku.

Eins og Instagram fylgjendur mínir hafa tekið eftir þá vorum við fjölskyldan í vikufríi á Spáni. Við komum heim í nótt en dóttir mín svaf allt flugið og var ekkert að stressa sig á því að sofa út þó við hefðum komið heim um fimmleytið. en það er nú ekkert sem góður kaffibolli getur ekki bjargað. Allavega, ég átti eftir að deila uppskrift að eggjamúffum sem ég gerði um daginn og það freistaði mun meira að setja uppskriftina strax inn en að byrja að ganga frá tveimur risa ferðatöskum sem bíða mín. Það er aldrei skemmtilegt að ganga frá fríinu en mikil ósköp var dásamlegt að taka stutt og gott frí, ég mun áreiðanlega deila myndum með ykkur á næstu dögum. Egg eru í miklu…

Deluxe morgunverðarpanna

Um helgar nýt ég þess að dunda mér í eldhúsinu, sérstaklega á morgnana. Nú er sá tími liðinn að maður geti sofið út (Ingibjörg Rósa grípur daginn um sexleytið..geisp). En, þá hef ég góðan tíma til að elda eitthvað gott. Um daginn eldaði ég þessa ljúffengu morgunverðarpönnu, sáraeinfalt og ótrúlega gott. Egg eru mitt eftirlæti, í þessari pönnu má finna sitt lítið af hverju og það er tilvalið að nota það sem hendi er næst. Allt er leyfilegt um helgar!   Morgunverðarpanna að hætti sælkerans  Ólífuolía 7 – 8 kartöflur 1 laukur 1 rauð paprika 5 – 6 sneiðar gott beikon 3 – 4 Brúnegg kirsuberjatómatar steinselja basilíka salt og nýmalaður pipar Aðferð: Hitið olíu á pönnu. Skerið niður kartöflur, lauk, papriku og beikon. Steikið…

Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise sósu

 Dögurður eða brunch er fullkomin máltíð, morgunmatur og hádegismatur í eina sæng. Að byrja daginn á ljúfengum mat, sitja og spjalla fram eftir degi er uppskrift að góðum degi. Einn af mínum eftirlætis brunch réttum er Egg Benedict og ég ákvað að bjóða vinkonu minni upp á þennan  rétt þegar hún kom í brunch til mín í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gerði þennan rétt og í fyrsta sinn sem ég prófaði að gera Hollandaise sósu. Rétturinn heppnaðist sem betur fer mjög vel og sátum við Dísa mjög lengi við matarborðið og nutum þess að borða og spjalla í rólegheitum. Í eftirrétt voru að sjálfsögðu pönnukökur með jarðaberjum og sírópi, það er ekkert brunchboð nema pönnukökur séu í boði.  Egg Benedict Egg…