Archives

Guðdómlegt bláberjaboozt

Bláber eru bæði ótrúlega holl og góð, þau eru stútfull af andoxunarefnum og bæta meltinguna. Ég elska bláber og nota þau mikið í bæði matargerð og bakstur, svo er auðvitað frábært að fá sér bláber sem nasl milli mála. Eitt af því besta sem ég fæ mér er bláberja boozt, ískalt og svakalega frískandi. Fullkomið á sumardögum! Bláberja boozt 200 g Bláberjaskyr Handfylli af bláberjum Einn banani Ein msk af hörfræjum Klakar Möndlumjólk, magn eftir smekk Aðferð: 1. Setjið öll hráefnin í blandarann í smá stund eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Mér finnst best að setja nokkra klaka út í drykkinn. 2. Hellið drykknum í glas og njótið.   Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift…

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur. Hristingur með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk gróft hnetusmjör 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ appelsínusafi, magn eftir smekk klakar Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!   xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefnið sem notað er í þessa…

Fagurbleikur og bragðgóður

Fagurbleikur og bragðgóður boozt er fullkomin byrjun í góðu brönsboði. Á tyllidögum má svo fara alla leið og fylla drykkinn upp með kampavíni. Virkilega frískandi og góður drykkur sem tekur enga stund að búa til og allir elska. Bleika dásemdin 1 bolli frosin jarðarber 1 bolli frosin hindber 1 bolli klakar 4-5 góðar matskeiðar af grísku jógúrti 1 banani Appelsínusafi, magn eftir smekk Smá skvetta af hunangi Aðferð: Setjið allt í blandarann í 2-3 mínútur eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Berið strax fram og njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin sem voru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Smoothie skál sem er stútfull af hollustu

Í fyrsta þætti af Matargleði voru fljótlegar og hollar uppskriftir í aðalhlutverki, fyrsti rétturinn sem ég gerði í þættinum var einföld smoothie skál sem fangar auga og er algjört sælgæti. Vissulega er ekki alltaf tími á morgnana til þess að nostra við morgunmatinn og auðvitað er hægt að skella drykknum í drykkjarílat og bruna út. En, þegar tími gefst þá mæli ég með að þið gerið svona skál og njótið í botn.   Smoothie skál með allskonar berjum Handfylli spínat 1/2 lárpera 1 bolli frosið mangó 1 bolli frosin jarðarber 1 msk hnetusmjör 1 banani 1 tsk chia fræ Möndlumjólk eða appelsínusafi, magn eftir smekk Klakar 2 – 3 msk grískt jógúrt Aðferð: Setjið öll hráefnin í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur,…

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…