Archives

Oreo bomba!

Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni 500 ml rjómi 600 g rjómaostur 2 msk vanillusykur 4 msk flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 300 g Oreo kexkökur Aðferð: Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman…

Ostakaka með eplum og karamellusósu

Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna.   Hellið…

Snickers ostakaka

Kexbotn: 400 g hafrakex 200 g brætt smjör Aðferð: Bræðið smjör við vægan hita, setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og hakkið fínt. Hellið smjörinu saman við og hellið síðan kexblöndunni í form. Sléttið úr blöndunni með bakhlið á skeið og þrýstið vel. Mér finnst best að nota smelluform en þá er þægilegra að ná kökunni úr forminu. Söltuð karamelluósu: 200 g sykur 2 msk smjör ½ – 1 dl rjómi sjávarsalt Aðferð:  Setjið sykurinn á pönnu og bræðið hann við vægan hita. Gott er að hafa ekki of háan hita og fara hægt af stað. Takið pönnuna af hellunni þegar sykurinn er allur bráðinn og bætið smjörinu saman við og hrærið vel. Hellið rjómanum út í karamelluna og hrærið þar til karamellan er þykk og fín….

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum

Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum Kexbotn 400 g kexkökur til dæmis Digestive 120 g smjör 1 tsk sykur Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og hellið því í matvinnsluvélina ásamt einni teskeið af sykri og maukið enn betur saman. Hellið blöndunni í hringlaga smelluform. Ostafylling 900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita 170 g sykur 250 g sýrður rjómi 2 egg 2 tsk vanilludropar – eða sykur fræin úr einni vanillustöng ½ dl nýrifinn sítrónubörkur Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum við og þeytið vel. Bætið því næst eggjum, sítróog vanillu saman við og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og…

Æðisleg rjómaostabrownie með hindberjum

Ég bakaði þessa stórgóðu og einföldu brownie með rjómaosti og hindberjum um síðustu helgi. Súkkulaði, rjómaostur og hindber eru auðvitað hin fullkomna þrenna. Þessa köku bakaði ég handa frænku minni sem hefur hjálpað okkur Hadda svo mikið undanfarnar vikur með hana Ingibjörgu Rósu. Við höfum verið að vinna mikið og hún hefur skotist frá Akranesi til Reykjavíkur og passað dömuna okkar í nokkur skipti. Það er sko ekki sjálfsagt að eiga svona góðar frænkur, svo mikið er víst. Við færðum henni þess vegna góða súkkulaðiköku sem við fengum svo auðvitað að smakka hjá henni, hehe. Kakan var ótrúlega góð, sérstaklega nýbökuð með ísköldu mjólkurglasi. Ég náði því nú verr og miður ekki að dunda mér við að taka myndir en þessar myndir koma því vonandi…

Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka

Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina að vild og bæta því sem manni finnst gott saman við. Eins og ég var búin að segja ykkur þá var viðfangsefni fyrsta þáttarins hjá mér hollar og fljótlegar uppskriftir en ég ákvað að setja þessa með, hún er kannski ekkert svo svakalega holl en hún getur verið það fyrir sálina þegar janúarlægðin nær hámarki og úti er kalt.. Þá er eiginlega bara nauðsynlegt að fá sér góða köku og njóta. Það finnst allavega mér…

Himnesk Nutella ostakaka.

Í síðasta þætti mínum einbeitti ég mér að einföldum og fljótlegum réttum. Ég útbjó meðal annars þessa ómótstæðilegu ostakaka sem ég hvet alla til þess að prófa. Nutella ostakaka með heslihnetubotni   Botn: 250 g Digestive kexkökur 150 g smjör, við stofuhita 100 g heslihnetur 2 msk Nutella   Aðferð: Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling: 500 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk flórsykur 1 krukka Nutella 1 tsk vanilludropar 3 dl þeyttur rjómi   Aðferð: Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif. Hellið ostablöndunni…

Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum

Ostakökur eru ákaflega bragðgóðar og fallegar á veisluborðið. Ég slæ aldrei hendinni á móti ostaköku og mér finnst mjög gaman að baka þær eða búa þær til, þær þurfa auðvitað ekki allar að vera bakaðar. Ég gerði þessar kökur fyrir babyshower sem við héldum handa vinkonu okkar fyrir stuttu. Íslensku hindberin eru auðvitað bæði ótrúlega góð og falleg, þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau en þið getið vitaskuld notað hvaða ber sem þið viljið. Hér kemur uppskriftin að þessum ljúffengu kökum, ég vona að þið njótið vel. Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum um það bil 16 – 18 kökur Botn: 250 g Lu Bastogne kex 140 g smjör, við stofuhita bollakökupappírsform    Aðferð: Setjið kexið og smjörið í matvinnsluvél þar til…