Archives

Súkkulaðibomba

Súkkulaðibotnar 1 bolli = 2.5 dl 3 bollar hveiti 2 bollar sykur 4 egg 2 bollar AB mjólk 1 bolli bragðlítil olía 6 msk kakó 2 tsk. Lyftiduft 1 tsk. Matarsódi 2 tsk. Vanilludropar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C (blástur). Blandið öllum hráefnum saman og hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið er orðið silkimjúkt. Smyrjið tvö eða þrjú lausbotna form og skiptið deiginu niður í formin. Bakið við 180°C í 20 –22 mínútur. Tíminn fer auðvitað eftir ofnum, eins og alltaf. Gott er að athuga baksturinnmeð því að stinga prjóni í kökuna, prjóninn á að koma hreinn út og þá er kakanklár. Leyfið botnunum að kólna alveg áður en þið setjið á þá krem. Klassískt og ómótstæðilegt smjörkrem. 500 g smjör 500 g…

Súkkulaðibitakökur

Hráefnin: 140 g púðursykur 200 g sykur 200 g smjör, við stofuhita 2 egg 2 tsk vanilludropar eða sykur 375 g hveiti 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi salt á hnífsoddi 150 g rjómasúkkulaðidropar 150 g suðusúkkulaðidropar Aðferð: Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér. Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli. Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni. Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við. Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna) Forhitið ofninn í 180°C. Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið…

Tryllt Snickerskaka

Snickers brownies Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g KORNAX hveiti 1 tsk vanillusykur 2 msk kakó Karamellufylling 1 krukka Dulce de leche, karamellusósa 5 góðar matskeiðar af hnetusmjöri 1 dós sykurpúðakrem, sjá mynd hér að neðan 100 g ristaðar kasjúhnetur Súkkulaðikrem: 250 g mjólkursúkkulaði Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Í lokin hellið þið súkkulaðiblöndunni við og blandið vel…

Súkkulaðikaka með blautri miðju – einfaldlega best!

Er nokkuð betra en heit súkkulaðikaka með blautri miðju, borin fram með ís og ferskum berjum? Ég hugsa að svarið sé einfaldlega nei, það gerist ekki betra. Ég gjörsamlega elska þennan eftirrétt og mér finnst hann henta fyrir öll tilefni, sparileg sem og þegar manni langar bara í eitthvað gott. Vinnuframlagið er í sögulegu lágmarki og útkoman vægast sagt ómótstæðileg… þetta er eftirrétturinn sem hreinlega bráðnar í munni og þú færð ekki nóg. Súkkalaðikaka með blautri miðju Ég fylgdi uppskrift af blogginu hennar Sally (sem þið verðið að skoða!) og breytti henni lítillega.. eða notaði meiri súkkulaði. 6 kökur  120 g smjör 200 g súkkulaði (ég notaði suðusúkkulaði) 31 g hveiti 60 g flórsykur salt á hnífsoddi 2 eggjarauður 2 egg Aðferð: Hitið ofninn í…

Silkimjúkur súkkulaðibúðingur

Ég held áfram að deila með ykkur uppskriftum að girnilegum eftirréttum, fyrst ég er nú byrjuð! Um helgina var ég í miklu eftirréttastuði, það er í alvörunni hægt að vera í stuði fyrir ákveðnum réttum 🙂 Ég ákvað að búa til þennan einstaklega góða súkkulaðibúðing sem er í miklu uppáhaldi hjá manninum mínum honum Hadda. Þetta er líklega mest „save“ eftirréttur sem ég veit um, en það er mjög erfitt að klikka á þessari uppskrift og öllum finnst súkkulaðibúðingur góður, ég þori eiginlega að lofa því. Ég hef að minnsta kosti ekki hitt þann sem finnst súkkulaði vont 🙂 Ef þið eruð í stuði fyrir súkkulaði um jólin þá mæli ég eindregið með þessum eftirrétt. Silkimjúkur súkkulaðibúðingur 40 g smjör 240 g súkkulaði (til dæmsi…

Skírnarveisla Kristínar Rannveigar

Þann tólfta nóvember fékk Kristín Rannveig formlega nafnið sitt við fallega athöfn heima hjá tengdaforeldrum mínum. Við buðum okkar allra nánasta fólki og áttum saman dásamlegan dag. Ég er svo montin af stelpunum mínum að ég fer alveg að springa! Hér eru nokkrar myndir og uppskriftir af þeim kökum sem ég bauð upp á (ég keypti makkarónur, tilbúnar..hneisa ég veit haha) Það var sveppasúpa í aðalrétt sem mamma bjó til, með súpunni voru snittubrauð og pestó sem ég þarf endilega að deila með ykkur fljótt. Ég ákvað að hafa þetta einfalt og bauð upp á nokkrar tegundir af sætum bitum en mér finnst bæði fallegt og þægilegt að bjóða upp á svona litla sæta bita. Pavlovur – Makkarónur og frönsk súkkulaðikaka. Confetti Sisters buðu mér…

Pekanpæ – fullkomið á haustin

Ég elska góð pæ og þá sérstaklega þetta pekanpæ sem ég ætla að deila með ykkur en uppskriftin er í kökubókinni minni Kökugleði Evu, það er að verða komið ár frá því að bókin kom út!! Tíminn gjörsamlega flýgur áfram og ég ætla í tilefni þess að hún á ársafmæli að vera dugleg að baka upp úr henni og deila uppskriftum með ykkur í leiðinni. Ég fékk svo mikla löngun í þetta pæ þann sjöunda september.. og daginn eftir fór ég af stað og eignaðist hana Kristínu Rannveigu, ég vil þess vegna meina að pekanpæið hafi komið mér af stað 😉 Svo ef þið eruð á lokametrunum á meðgöngunni þá mæli ég sérstaklega með þessum bakstri. Hér er uppskriftin – njótið vel. Pekanpæ með súkkulaðibitum…

Súkkulaðidraumur sem bráðnar í munni

* K O S T U Ð – F Æ R S L A / K Y N N I N G Haddi minn átti afmæli í síðustu viku og er nú orðinn 28 ára. Það var þess vegna heldur betur tilefni til þess að baka súkkulaðiköku en það er hans uppáhald og þá sérstaklega franskar súkkulaðikökur, ég elska þær líka svo þetta var perfecto. Ég notaði dökkt súkkulaði frá Valor í kökuna sjálfa en svo Valor súkkulaði með sjávarsalti í kremið, það eru margar spenanndi tegundir sem Valor býður upp á og það má gjarnan prófa hvaða tegund af súkkulaði í þessa köku. Súkkulaði er alltaf góð hugmynd – ég segi ykkur það satt 🙂   Frönsk súkkulaðikaka með Valor súkkulaði 4 egg 2…

Brownie með himneskum kaffiís

Volg súkkulaðikaka með kaffiís Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér.  Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku. Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur 2 stór egg 100 g hveiti 1 tskvanillusykur 2 msk kakó 70 ghnetur/möndlur 70súkkulaðibitar/dropar Aðferð:  Hitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið súkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakó saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið…

Súkkulaðikakan sem allir elska

Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum við þess vegna að hafa það rólegt í dag. Þá fannst mér nú tilvalið að skella í þessa einföldu og góðu súkkulaðiköku sem við borðuðum með bestu lyst, fátt sem toppar nýbakaða súkkulaðiköku og ískalt mjólkurglas. Klassík sem enginn fær leið á.  Þessa dagana er ég meðal annars að undirbúa tökudaga fyrir bókina mína, kökubókina sem kemur út í haust. Um 80 uppskriftir að ljúffengum kökum saman í eina bók! Ég get ekki beðið, ætla…

1 2 3