Archives

GEGGJAÐ SESAR SALAT ÚR EINFALT MEÐ EVU

Sesar salat Hvítlauks-og parmesansósa • 3 dl sýrður rjómi • 1 tsk dijon sinnep • 1/2 hvítlauksrif • safi úr hálfri sítrónu • salt og pipar • 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: 1. Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu. Brauðteningar • Brauð að eigin vali • Ólífuolía • Salt og pipar Aðferð: 1. Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir. Salatið • 4 kjúklingalæri með legg • 1 msk ólífuolía • Salt og pipar, magn eftir smekk • 1 höfuð romain kál • 1 askja…

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSSÓSU ÚR EINFALT MEÐ EVU

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSRJÓMASÓSU Hráefni: • 800 g kræklingur • 1 laukur • 3 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 msk smjör • 2 dl hvítvín • 2 dl rjómi • 2 msk smátt söxuð steinselja • 2 msk smátt saxaður kóríander • Safi úr einni sítrónu Aðferð: 1. Skolið kræklinginn afar vel, hendið opinni eða skemmdri skel. Þið getið athugað hvort skelin sé lifandi með því að banka aðeins í hana ef hún er smávegis opin, ef hún lokar sér er hún lifandi og þá má borða hana. 2. Hitið smjör á pönnu, skerið niður lauk, hvítlauk og chili mjög smátt og steikið upp úr smjörinu þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. 3. Hellið kræklingum út á pönnuna og steikið í smá stund,…

SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING Fyrir 3-4 Hráefni: • 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir • Olía • Smjör • Salt og pipar • 4 dl mjólk • 4 dl hveiti Aðferð: 1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur). 3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri! Blómkálsmauk • 1 stórt blómkálshöfuð • 2 msk mjör •…

HÖRPUDISKUR Á VOLGU MAÍSSALATI ÚR EINFALT MEÐ EVU

Hörpudiskur á volgu maíssalati Hráefni: • 2 ferskir maísstönglar í hýðinu • Salt og pipar • 4 msk smjör • 1 hvítlauksrif • ½ rauð paprika • 1 lárpera • 2 tómatar • 1 límóna • 1 msk smátt söxuð basilíka • 1 dl hreinn fetaostur • 10 stk hörpuskel • 1 sítróna Aðferð: 1. Skafið maískornin af maískólfinum, hitið smjör á pönnu og steikið kornin þar til þau eru mjúk í gegn. Saxið hvítlauksrif og bætið út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar. 2. Setjið maískornin til hliðar. 3. Skerið papriku, tómata og lárperu afar smátt. Blandið grænmetinu saman við maískornin. 4. Saxið niður basilíku og bætið henni einnig saman við maíssalatið. 5. Kreistið safann úr einni límónu yfir salatið og hrærið….

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA ÚR EINFALT MEÐ EVU

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA Hráefni:  • 2 msk olía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 stilkar vorlaukur • 250 lax, roðlaus og beinlaus • 250 g blandaðir sjávarréttir • 1 dós kókosmjólk (400 ml) • 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur • 1 límóna • 2 paprikur, appelsínugul og rauð • Handfylli kóríander • ½ msk fiskisósa • 250 g risarækjur, ósoðnar • ½ – 1 msk karrí • 1 tsk paprikukrydd • Cayenne pipar á hnífsoddi • Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: 1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. 2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til…

GRÍSK PÍTA MEÐ TZATZIKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins. • 600 g nautakjöt • 1 msk ólífuolía • 2 stk hvítlauksrif • 1 tsk paprikukrydd • 1 tsk cuminkrydd • Salt og pipar • 1 msk smátt söxuð minta • Börkur af hálfri sítrónu • Pítubrauð • Ferskt salat • Agúrka • Svartar ólífur • Rauðlaukur • Hreinn fetaostur • 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. 2. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt…

OFNBÖKUÐ BLEIKJA Í TERYAKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

  Ofnbökuð bleikja í Teryaki sósu með æðislegu hrásalati Matur í einum grænum – enn eitt dæmið um hvað er hægt að útbúa stórgóða máltíð á örfáum mínútum sem allir í fjölskyldunni elska. • 4 bleikjuflök • 1 msk ólífuolía + 1 tsk smjör • Salt og pipar • 6-8 msk Teriyaki sósa • 1 hvítlauksrif • 2 stilkar vorlaukur • 6 msk hreinn fetaostur • Ristuð sesamfræ Hrásalat • ½ höfuð Hvítkál • ½ höfuð Rauðkál • 4 gulrætur • 4 radísur • Handfylli kóríander • Safi úr hálfri appelsínu Aðferð: 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Leggið fiskinn á pappírsklædda ofnplötu. 3. Saxið hvítlauk og vorlauk mjög smátt og blandið saman við teryaki sósuna. Penslið fiskinn með sósunni og það má fara vel…

Kjúklingapasta á fimmtán mínútum – EINFALT MEÐ EVU

Kjúklingapasta með heimagerðu pestó Matur á korteri! Það gerist mjög oft á mínu heimili að allt í einu er klukkan orðin mjög margt og ég ekki einu sinni búin að hugsa út í það hvað við eigum að borða, þess vegna er frábært að eiga uppskriftir sem eru þannig að það tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Það þarf nefnilega alls ekki að stökkva á eftir næsta skyndibita þar sem það getur verið fljótlegra að gera einfaldan rétt heima við. *Fyrir fjóra Hráefni: 2 kjúklingabringur 400 g penne heilhveitipasta 1 msk ólífuolía Salt og pipar, magn eftir smekk Skvetta af sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1/2 kúrbítur 10 – 12 kirsuberjatómatar 1 skammtur basilíkupestó, uppskrift hér að neðan Parmesan ostur, magn eftir smekk…

OFURNACHOS UM VERSLÓ

Einn besti og sennilega einn vinsælasti partíréttur fyrr og síðar, ofnbakað nachos með allskyns gúmmilaði. Ég setti þessa uppskrift á Instastory hjá mér í gærkvöldi og ég fékk vægast sagt tryllt viðbrögð og ég hreinlega varð að drífa í því að setja inn uppskriftina. Þið getið enn séð aðferðina á Instastory og hún er lygilega einföld – alveg eins og við viljum hafa það. evalaufeykjaran á Instagram OFURNACHOS MEÐ KJÚKLING OG NÓG AF OSTI *Fyrir 3 – 4  1 poki tortillaflögur með salti 1 kjúklingabringa, forelduð 120 g cheddar ostur Tómatasalsa Lárperumauk Sýrður rjómi 1 rautt chili Handfylli kóríander 1 stilkur vorlaukur 1 límóna Aðferð Útbúið tómatasalsa og lárperumauk samkvæmt uppskriftum hér að neðan. Rífið niður cheddar ostinn og kjúklingabringuna (Ég nota yfirleitt sous-vide kjúklingabringur…

ÆÐISLEGT TAGLIATELLE Á KORTERI

Eins og þið flest vitið þá elska ég pasta og þessi afar einfaldi réttur sem tekur korter að búa til er í algjöru uppáhaldi. Ég notaði æðislegt pasta frá Kaju Organic, en þetta er lífræn framleiðsla og auðvitað framleidd hér á landi. Það skemmir ekki fyrir að fyrirtækið er staðsett á Akranesi og þess vegna fannst mér enn skemmtilegra að prófa þetta pasta og það er æðislega gott, mæli hiklaust með að þið prófið og styðjið í leiðinni íslenska framleiðslu. Þetta er ekki auglýsing, annars myndi ég nú taka það fram 🙂 Ég er bara svo ánægð með fyrirtækið Kaja er að stækka og bæta við sig allskyns vörum sem eru afar spennandi. TAGLIATELLE 200 g Tagliatelle Ólífuolía Salt og pipar 1 krukka pastasósa með…

1 2 3 4 5 17