MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA
Hráefni:
• 2 msk olía
• 1 laukur
• 2 hvítlauksrif
• ½ rautt chili
• 3 stilkar vorlaukur
• 250 lax, roðlaus og beinlaus
• 250 g blandaðir sjávarréttir
• 1 dós kókosmjólk (400 ml)
• 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur
• 1 límóna
• 2 paprikur, appelsínugul og rauð
• Handfylli kóríander
• ½ msk fiskisósa
• 250 g risarækjur, ósoðnar
• ½ – 1 msk karrí
• 1 tsk paprikukrydd
• Cayenne pipar á hnífsoddi
• Salt og pipar, magn eftir smekk
Aðferð:
1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.
2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til paprikurnar eru mjúkar.
3. Saxið niður ferskt kóríander og bætið út í ásamt risarækjum og blönduðum sjávarréttum, Kryddið til með salti, pipar, karrí, paprikukryddi og cayenne pipar.
4. Hellið soðnu vatni út í pottinn ásamt fisktening og fiskisósu.
5. Leyfið súpunni að malla í 5 – 7 mínútur og hellið síðan kókosmjólkinni saman við, leyfið súpunni að malla í lágmark 20 mínútur en hún er enn betri ef hún fær að malla dágóða stund.
6. Bætið laxinum út í pottinn rétt áður en þið berið súpuna fram en það tekur enga stund að elda laxinn.
7. Saxið niður kóríander, vorlauk og dreifið yfir súpuna.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.