Archives

Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarellaSænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi.Mexíkóskar kjötbollur með nachos flögum. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu með asískum blæ.   Njótið bolludagsins í botn kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Trylltar föstudagspizzur

Föstudagspizzan   Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 3 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund. Fletjið deigið út og smyrjið deigið með pizzasósu. Setjið það…

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

Vikuseðillinn

  Mánudagur: Súperskálin með bragðmiklum þorski  Þriðjudagur: Geggjað kjúklingasalat með ostasósu og stökkum brauðteningum (Sesar salatið góða)  Miðvikudagur: Grænmetislasagna með ljúffengu pestó. Þið eigið eftir að elska þennan rétt! Fimmtudagur: Nauðsynlegt að fá aftur fisk og þessi réttur er ótrúlega góður, pestó og fiskur passa einstaklega vel saman. Föstudagur: Þetta eru yfirleitt pizzakvöld á þessu heimili en það er alltof langt síðan ég hef eldað pítu og þessi uppskrift er tryllt og þá meina ég tryllt. Grísk píta með nautakjöti og tzaziki sósu.  Helgarmaturinn: Lambakórónur með ljúffengri kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu.   Baksturinn: Ójá, kaka drauma minna. Snickers ostakaka sem er bæði fáránlega einföld og mjööööög góð. Mæli svo sannarlega með henni í vikunni eða um helgina, þið megið ráða því.   Ég vona að…

Föstudagspizzan

Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur. Pizza með hráskinku 1 pizzadeig 1 skammtur pizzasósa (mér finnst…

Þorskur í pestósósu á örfáum mínútum

Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum Eins og þið sjálfsagt vitið þá elska ég einfaldar og fljótlegar uppskriftir, þessi er einmitt þannig og þið þurfið helst að prófa hana sem fyrst. 800 g þorskur Salt og pipar 300 g rautt pestó 1 dl rjómi 1 dl fetaostur Grænar ólífur Nýrifinn parmesan Ferskt salat Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir. Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og fersku salati. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál Fyrir 2 Hráefni: 600 g þorskur, roð-og beinlaus 1 msk paprikukrydd salt og pipar 1 msk ólífuolía 2 tsk smjör 1 msk sweet chili sósa 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu. Grænmeti:  4 regnbogagulrætur 1 límóna 2 tómatar 1/2 rauðlaukur 1 stilkur vorlaukur 1 lárpera salt Aðferð: Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis…

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR ÚR EINFALT MEÐ EVU

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR 1 kg humar í skel 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía Salt og pipar 1 tsk sítrónupipar 100 g smjör Handfylli fersk steinselja 1 sítróna + fleiri sem meðlæti Aðferð: Hreinsið humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni. Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann. Hitið ólífuolíu og 1 matskeið af smjöri á pönnu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir. Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm…

GRÆNMETISLASAGNA ÚR EINFALT MEÐ EVU

Grænmetislasagna með eggaldinplötum • 1 msk ólífuolía • 1 rauðlaukur • 2 hvítlauksrif • 1 rauð paprika • 3 gulrætur • ½ kúrbítur • ½ spergilkálshöfuð • 3 sveppir • 1 msk tómatpúrra • 1 krukka maukaðir tómatar (425 g) • 1 grænmetisteningur • 1 msk smátt söxuð basilíka • Salt og pipar • 2 eggaldin • Rifinn ostur • 1 stór dós kotasæla • Ferskur aspas Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C. 2. Hitið ólífuolíu á pönnu. Skerið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er mjúkur í gegn. 3. Skerið öll hráefnin mjög smátt, bætið þeim út á pönnuna og steikið áfram þar til grænmetið er orðið mjúkt í gegn. 4. Bætið maukuðum tómötum, tómatpúrru og grænmetistening út á…

1 2 3 4 17