SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING

Fyrir 3-4

Hráefni:

• 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir
• Olía
• Smjör
• Salt og pipar
• 4 dl mjólk
• 4 dl hveiti

Aðferð:
1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur).
3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri!

Blómkálsmauk

• 1 stórt blómkálshöfuð
• 2 msk mjör
• 1 dl rjómi
• Salt og pipar

Aðferð:
1. Skerið blómkálið bita og sjóðið í söltu vatni þar til blómkálið er orðið mjúkt.
2. Hellið soðvatninu af og setjið blómkálið í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, bætið smjöri við og rjóma eftir smekk (magnið fer eftir því hversu þykkt maukið á að vera).
3. Kryddið til með salti og pipar.

Lauksmjör
• Smjör
• 1 laukur

Aðferð:
1. Afhýðið laukinn og skerið í þunnar sneiðar, setjið í pott ásamt smá smjöri og steikið þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Þá bætið þið enn meiri smjöri saman við sem þið hellið síðan yfir fiskinn þegar hann er klár.

*Ég flysjaði gulrætur, skar í tvennt og sauð í söltu vatni ásamt ferskum aspas í nokkrar mínútur. Það passar fullkomnlega með þessum fiskrétt!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *