Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

LAMBAKÓRÓNUR ÚR EINFALT MEÐ EVU

Lambakórónur með parmesan kartöflumús, rótargrænmeti og bestu rauðvínssósu í heimi Lambakórónur 1,5 kg lambakórónur Salt og pipar   Ólía Smjör Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.  Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir  kjötið. Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur. Parmesan kartöflumús 800 g bökunarkartöflur 100 g sellerírót 1 dl rjómi 60 g smjör 50 g rifinn parmesan ostur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt. Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með…

GRÍSK PÍTA MEÐ TZATZIKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins. • 600 g nautakjöt • 1 msk ólífuolía • 2 stk hvítlauksrif • 1 tsk paprikukrydd • 1 tsk cuminkrydd • Salt og pipar • 1 msk smátt söxuð minta • Börkur af hálfri sítrónu • Pítubrauð • Ferskt salat • Agúrka • Svartar ólífur • Rauðlaukur • Hreinn fetaostur • 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. 2. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Kröftug haustsúpa

Í gærkvöldi eldaði ég þessa ljúffengu súpu sem er að mínu mati fullkomin á haustin, ég keypti hakk fyrr um daginn og ætlaði að elda takkó en mig langaði miklu meira í súpu og þess vegna ákvað ég að prófa að nota hakkið í þessa kröftugu „gúllassúpu“. Það kom mjög vel út og súpan varð aðeins léttari fyrir vikið, ég elska gúllassúpur og þessi hér sem er uppskrift frá mömmu minni er í miklu uppáhaldi. Ég studdist við hana þegar ég eldaði þessa súpu í gær og notaði bara það sem ég átti til í ísskápnum, þá má sko aldeilis leika sér með hráefnin í þessari uppskrift – ekkert er heilagt í súpugerð 🙂 Kröftug haustsúpa 1 msk olía 400 g nautahakk 5 sneiðar beikon…

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu og tímían

Einfaldleikinn er bestur og þessi réttur sannar það, öll hráefnin saman í einn pott og inn í ofn! Vinnuframlagið nánast ekki neitt en útkoman hrikalega ljúffeng. Ég elda kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og mér finnst mjög gaman að prófa nýja rétti, ég eldaði þennan kjúkling í gærkvöldi og hann vakti mikla lukku. Kjúklingur og sítróna fara svo vel saman.. og ég tala nú ekki um ef þið bætið tímían og smjöri saman við þá tvennu. Sósan sem ég útbjó úr soðinu er ein sú besta, sítrónubragðið er svo gott og ferskt með kjúklingakjötinu að ég verð eiginlega bara að biðja ykkur um að prófa þennan rétt þá vitið þið hvað ég er að meina. Mæli með þessum og ég vona að…

Kjúklingur Milanese

Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en…

Pulled pork hamborgarar með hrásalati

Pulled pork hamborgarar með hrásalati Hamborgarabrauð 470 g hveiti 3 tsk þurrger 1 tsk hunang 250 g volgt vatn 1 tsk salt 1 dl ólífuolía 1 egg, pískað Ofan á : Egg Sesamfræ Aðferð: Setjið þurrger og hunang út í volgt vatn og hrærið, um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerblandan tilbúin og þá má bæta hveitinu, saltinu, pískuðu eggi og ólífuolíu saman við. Þegar deigið er orðið þétt og fínt þá stráið þið hveiti á borðflöt og hnoðið deigið.  Setjið deigið í hreina skál og leyfið því að hefast í um það bil klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Skiptið deiginu í jafn stóra bita og mótið hvern bita í kúlu, leggið þær síðan á pappírsklædda ofnplötu…

Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir…

1 2 3