Archives

Chia grautur í krukku

  Chia fræ er mjög nærringarrík og eru flokkuð sem ofurfæða, það er því súper gott að byrja daginn á einum Chia graut sem er bæði fallegur og góður. Það tekur enga stund að skella í einn graut og finnst mér best að gera hann kvöldinu áður en þá þarf ég bara að grípa hann með mér í vinnuna og dagurinn verður strax þeim mun betri.   Chia grautur 1 dl chia fræ 2 dl möndlumjólk ½ kókosmjöl 1 dl frosin bláber Ferskir ávextir t.d. jarðaber, bláber og banani.   Aðferð:   Hellið chiafræjum, kókösmjöli og möndlumjólki í skál og blandið saman. Bætið bláberjum saman við, helst frosnum og blandið. Hellið grautnum í krukku eða skál og geymið í ísskápnum yfir nótt. Skreytið grautinn gjarnan…

Himnesk Nutella ostakaka.

Í síðasta þætti mínum einbeitti ég mér að einföldum og fljótlegum réttum. Ég útbjó meðal annars þessa ómótstæðilegu ostakaka sem ég hvet alla til þess að prófa. Nutella ostakaka með heslihnetubotni   Botn: 250 g Digestive kexkökur 150 g smjör, við stofuhita 100 g heslihnetur 2 msk Nutella   Aðferð: Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling: 500 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk flórsykur 1 krukka Nutella 1 tsk vanilludropar 3 dl þeyttur rjómi   Aðferð: Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif. Hellið ostablöndunni…

Marengsbomba með ómótstæðilegu Daim kremi

Það var svo gott að vakna í rólegheitum með Ingibjörgu Rósu minni í morgun en undanfarna daga höfum við verið á fullu að koma okkur út í vinnu og til dagmömmunnar, morgnarnir eru þess vegna ekkert svo rólegir á þessu heimili á virkum dögum. Helgarfríin eru kærkomin og við mæðgur byrjuðum á því að baka marengsköku handa ömmu Stínu. Ágætis morgunverk, á meðan marengsinn var í ofninum fórum við í göngutúr og í búðina að kaupa ávexti og rjóma. Amma Stína elskar Daim og marengskökur, hún gerði alltaf heimsins bestu Daim ísköku þegar við vorum yngri. Ég þarf endilega að finna þá uppskrift og deili henni þá að sjálfsögðu með ykkur. Það er gaman að baka fyrir fólkið sitt og áttum við ljúfa stund með…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Pönnupizza með bbq kjúkling

Ég fékk svakalega fína pönnu frá systkinum mínum í afmælisgjöf og hef ég notað hana í mjög margt. Þessi panna má fara inn í ofn og veitir mér þess vegna þann möguleika að gera pönnupizzur sem eru að mínu mati mikið betri en venjulegar pizzur. Mig langar að deila uppskrift að ómótstæðilegri pizzu með bbq kjúkling, klettasalati og nýrifnum parmesan. Hljómar það ekki vel? Fullkomin helgarpizza. Pizzabotn 240 ml volgt vatn (mikilvægt að vatnið sé volgt) 2 ½ tsk þurrger 1 msk hunang 400 – 450 g brauðhveiti frá Kornax (í bláa pakkanum) 1 tsk salt 2 msk olía Aðferð: Blandið volgu vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki yfir skálina og leyfið gerinu að leysast upp í rólegheitum, eða í 7-10 mínútur….

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…

Kleinuhringir með vanillu og bleikum glassúr.

Kleinuhringjagleðin ræður ríkjum í höfuðborginni um þessar mundir og margir fagna því að ein stærsta kleinuhringjakeðja er komin til landsins. Mér finnst þess vegna tilvalið að koma með uppskrift að einföldum og ljúffengum kleinuhringjum fyrir þá sem nenna ekki að bíða í röð eða hafa ekki kost á að fara og fá sér einn Dunkin Donuts. Það er ekkert mál að baka þessa kleinuhringi, það eina sem þurfið er gott kleinuhringjaform sem fæst meðal annars í Hagkaup. Þetta er að sjálfsögðu hollari útgáfa að kleinuhringjum þar sem þeir eru ekki djúpsteiktir. En við erum svosem ekkert að spá í hollustu þegar kleinuhringir eru á annað borð. Það má nú leyfa sér við og við, mæli með að þið prófið þessa kæru lesendur og njótið. Kleinuhringir…

Ómótstæðilegur skyr eftirréttur með súkkulaðiköku og hindberjum

Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður höfum við náð að bralla margt skemmtilegt saman og ég mætti endurnærð til vinnu í morgun full tilhlökkunar varðandi haustið. Ég bakaði mjög mikið í fríinu og fyrr í sumar útbjó ég þennan ómótstæðilega eftirrétt sem þið ættuð að prófa. Skyrkökur og súkkulaðikökur eru gómsætar, þið getið þess vegna ímyndað ykkur þegar þessar tvær koma saman… brjálæðislega gott og einfalt. Eftirréttur með súkkulaðiköku og berjaskyri.   100 smjör, brætt 2 Brúnegg 2,5 dl sykur 1,5…

Ítölsk eggjakaka með kartöflum og papriku

  Ég bauð vinkonum mínum í brunch í síðustu viku en eins og ég hef margoft sagt þá er brunch í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég bauð stelpunum meðal annars upp á ítalska eggjaköku en það er í raun bökuð eggjakaka sem er yfirleitt steikt á annarri hliðinni og síðan kláruð inn í ofni. Það er hægt að setja allt það sem hugurinn girnist í þessa eggjaköku en ég var með kartöflur, púrrulauk og grillaða papriku sem setti punktinn yfir i-ið. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef keypt grillaða papriku og ég var hálf svekkt að hafa ekki gert það fyrr, paprikurnar voru svo bragðmiklar og eru að mínu mati lykil hráefnið í þessari eggjaköku. Eggjakakan er skorin í sneiðar og gjarnan borin…

1 árs afmæli Ingibjargar Rósu og bestu bollakökurnar

  Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert smá skemmtilegt að fá ættingja og vini í smá kaffi og fagna fyrsta ári Ingibjargar. Ég bakaði bestu bollakökurnar, en það eru súkkulaðibollakökur með súkkulaðikreminu sem ég geri alltaf. Uppskriftin er hér að neðan ásamt nokkrum myndum frá deginum. Við keyptum ís hjá Valdís og fengum ískæli með, það er algjör snilld sem ég mæli með. Allir voru yfir sig ánægðir með ísinn enda er hann svakalega góður.   Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi um…

1 12 13 14 15 16 18