Archives

Kleinuhringir með vanillu og bleikum glassúr.

Kleinuhringjagleðin ræður ríkjum í höfuðborginni um þessar mundir og margir fagna því að ein stærsta kleinuhringjakeðja er komin til landsins. Mér finnst þess vegna tilvalið að koma með uppskrift að einföldum og ljúffengum kleinuhringjum fyrir þá sem nenna ekki að bíða í röð eða hafa ekki kost á að fara og fá sér einn Dunkin Donuts. Það er ekkert mál að baka þessa kleinuhringi, það eina sem þurfið er gott kleinuhringjaform sem fæst meðal annars í Hagkaup. Þetta er að sjálfsögðu hollari útgáfa að kleinuhringjum þar sem þeir eru ekki djúpsteiktir. En við erum svosem ekkert að spá í hollustu þegar kleinuhringir eru á annað borð. Það má nú leyfa sér við og við, mæli með að þið prófið þessa kæru lesendur og njótið. Kleinuhringir…