Archives

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

1.Þáttur. Matargleði Evu. Hollir og fljótlegir réttir.

„Í þessum þætti gef ég ykkur uppskriftir að góðum mat sem fljótlegt er að elda án þess að þurfa að slaka á gæðum. Ég ætla að útbúa gómsæta hristinga, ljúffengt granóla, æðislegt kjúklingasalat með satay sósu og síðast en ekki síst, mangójógúrt ís með mintu.“  Morgun hristingar Spínat hristingur Handfylli spínat 1 bolli frosið mangó (ca. 1 1/2 dl) 2 cm engifer 1 msk chia fræ 1/2 banani Létt AB mjólk, magn eftir smekk Berja hristingur 3 dl frosin ber 1/2 banani 1 dl frosið mangó 1 msk chia fræ Létt AB mjólk, magn eftir smekk Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til þið eruð ánægð með áferðina. Mér finnst best að nota frosin ber en þá verður drykkurinn ískaldur og mjög frískandi…

Fullkomin blaut súkkulaðikaka með Marsfyllingu

Þessi súkkulaðikaka er ótrúlega einföld og svakalega góð, hún er mjög blaut og er best þegar hún er enn heit og borin fram með vanilluís. Haddi bað mig um að baka þessa köku í vikunni og að sjálfsögu var ég til í það, enda slæ ég aldrei hendinni á móti góðri súkkulaðiköku. Þetta er tilvalin kaka fyrir sunnudagsbaksturinn, bæði fyrir kaffitímann eða sem desert eftir kvöldmat. Ég er svona 10 mínútur að hræra í deiginu og koma kökunni inn í ofn og það tekur hana 20 – 30 mínútur að bakast, það þarf semsagt ekki að bíða lengi eftir þessari ljúffengu köku. Sem er alltaf plús! Þetta veður býður líka upp á að gera vel við sig, koma sér vel fyrir upp í sófa með…

Besta döðlukakan með karamellusósu

Þessi kaka fer með mig til Bretlands í huganum, ég bjó í Oxford í nokkra mánuði eftir að ég kláraði framhaldsskóla. Þar var ég í enskunámi og vann á litlu veitingahúsi. Það er ekki hægt að segja að bresk matarmenning hafi heillað mig upp úr skónum en einn eftirréttur gerði það svo sannarlega, en hann heitir Sticky Toffee Pudding. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég gæddi mér á honum og ég geri hann mjög oft hér heima fyrir, en þá ber ég hann fram sem eina stóra köku. Döðlur eru dísætar og dásamlegar og eru einstaklega ljúffengar í þessari köku. Þetta er fullkomin kaka á sjálfan konudaginn. Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 Brúnegg 100…

Brauðbollur með hörfræjum

Ilmurinn af nýbökuðu brauði er dásamlegur. Þegar ég er í morgunstuði, þá baka ég eitthvað gott og nýt þess í botn að fá mér góðan morgunmat í rólegheitum á meðan Ingibjörg Rósa tekur lúrinn sinn. Ilmurinn af nýbökuðu brauði og kaffi er ofsalega góður og hefur róandi áhrif. Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til. Það kemur fyrir að baksturinn gangi bara ekki neitt – þá stekk ég út í bakarí. Æfingin skapar meistarann og ég held áfram að æfa mig. Öðruvísi lærum við ekki neitt. Þessar bollur eru af einföldustu gerð, það er lygilega fljótlegt að útbúa þær. Brauð eru alltaf langbest…

Ostaplatti og Focaccia.

Í Sunnudagsmogganum deildi ég uppskriftum úr matarboði sem ég hélt fyrir vinkonur mínar. Ef félagsskapurinn er góður er góður matur bara plús. Ítalskt þema var fyrir valinu þetta kvöld og við nutum þess að sitja, borða og blaðra langt fram á kvöld. Alveg eins og það á að vera. Ég bauð upp á ostaplatta og nýbakaða Focacciu í forrétt, ótrúlega einfalt og mjög góð byrjun á matarboðinu. Ég vil gjarnan bera fram góðan mat en á sama tíma vil ég hafa þetta frekar þægilegt, ég er nefnilega oft á tíðum í stressi rétt áður en gestirnir koma og það er ferlega leiðinlegt þegar eldhúsið er á hvolfi þegar gestirnir hringja dyrabjöllunni. Ég þoli illa að vera ekki með allt tilbúið á réttum tíma. Ég tók…

Hugmyndir að brunchréttum.

Heimatilbúið granóla. Það er fátt betra en stökkt og bragðmikið granóla með grísku jógúrti, hunangi og ferskum berjum. Ávextir eru alltaf góð hugmynd. Þeir eru bæði ótrúlega góðir og algjört augnayndi. Grænmetisbaka. Þessa einfalda baka er svakalega góð og þið getið leikið ykkur með fyllinguna, það er hægt að setja hvað sem er í þessa böku. Vöfflur og pönnukökur gleðja alla og það er sko tilvalið að bjóða upp á vöfflur með súkkulaðibitum. Ljúfengur boozt. Það er mjög gott að bjóða upp á ferskan safa eða boozt, það er ferlega hressandi. Amerískar pönnukökur. Það er ekkert brunchboð án þess að bjóða upp á amerískar pönnukökur,  hér er uppskrift að pönnukökum sem eru í mínu uppáhaldi. Franskt eggjabrauð. Ef ég ætti að velja uppáhalds sæta brunchréttinn þá…

Gróft heilhveitibrauð

Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu. Í morgun bakaði ég gróft heilhveitibrauð með ýmsum korntegundum. Heilhveiti er malað með kími og klíði og er mun næringarríkara en hvítt hveiti. Heilhveiti hentar ágætlega til brauðgerðar en deig úr því er þó aðeins þyngra í sér en brauð úr hvítu hveiti. Ég notaði eingöngu heilhveiti í þetta brauð en það er líka ágætt að blanda hvítu hveiti saman við heilhveitið þegar bakað er úr því. Ég sigta alltaf hveiti áður en ég nota það í bakstur og það er engin undantekning með heilhveiti, Það gerir gæfumuninn. Hér kemur uppskriftin að grófu og góðu brauði…

Egg Benedict með heimagerðri Hollandaise sósu

 Dögurður eða brunch er fullkomin máltíð, morgunmatur og hádegismatur í eina sæng. Að byrja daginn á ljúfengum mat, sitja og spjalla fram eftir degi er uppskrift að góðum degi. Einn af mínum eftirlætis brunch réttum er Egg Benedict og ég ákvað að bjóða vinkonu minni upp á þennan  rétt þegar hún kom í brunch til mín í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem ég gerði þennan rétt og í fyrsta sinn sem ég prófaði að gera Hollandaise sósu. Rétturinn heppnaðist sem betur fer mjög vel og sátum við Dísa mjög lengi við matarborðið og nutum þess að borða og spjalla í rólegheitum. Í eftirrétt voru að sjálfsögðu pönnukökur með jarðaberjum og sírópi, það er ekkert brunchboð nema pönnukökur séu í boði.  Egg Benedict Egg…

Besta súkkulaðikakan með klassísku smjörkremi

  Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta á, þá er það klassísk og dásamleg súkkulaðikaka með ljúffengu smjörkremi. Ég baka þessa köku að lágmarki einu sinni í mánuði. Það er fátt sem jafnast á við nýbakaða súkkulaðiköku með góðu kremi og ískaldri mjólk. Þessi súkkulaðikaka er án efa í miklu uppáhaldi hjá mér, þegar ég kom heim úr skólanum á mínum yngri árum var svo notalegt að finna kökuilminn taka á móti mér þegar að mamma var búin að baka. Þetta er þó ekki uppskriftin sem mamma var vön að baka en þetta er engu að síður þessi gamla og góða, dökkir súkkulaðibotnar með ljósu og silkimjúku smjörkremi. Ég notaði þessa uppskrift fyrir botnanna, en uppskriftin er bæði lygilega einföld og svakalega…

1 14 15 16 17 18