Archives

Himnesk Nutella ostakaka.

Í síðasta þætti mínum einbeitti ég mér að einföldum og fljótlegum réttum. Ég útbjó meðal annars þessa ómótstæðilegu ostakaka sem ég hvet alla til þess að prófa. Nutella ostakaka með heslihnetubotni   Botn: 250 g Digestive kexkökur 150 g smjör, við stofuhita 100 g heslihnetur 2 msk Nutella   Aðferð: Maukið kexkökurnar í matvinnsluvél. Bætið smjörinu, heslihnetum og nutella saman við og maukið. Skiptið kexblöndunni niður í nokkrar skálar eða í eitt stórt form. Setjið inn í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Fylling: 500 g rjómaostur, við stofuhita 2 msk flórsykur 1 krukka Nutella 1 tsk vanilludropar 3 dl þeyttur rjómi   Aðferð: Þeytið saman rjómaost, flórsykur, Nutella og vanilludropa. Þegar blandan er tilbúin bætið þið þeyttum rjóma saman við með sleif. Hellið ostablöndunni…

Marengsbomba með ómótstæðilegu Daim kremi

Það var svo gott að vakna í rólegheitum með Ingibjörgu Rósu minni í morgun en undanfarna daga höfum við verið á fullu að koma okkur út í vinnu og til dagmömmunnar, morgnarnir eru þess vegna ekkert svo rólegir á þessu heimili á virkum dögum. Helgarfríin eru kærkomin og við mæðgur byrjuðum á því að baka marengsköku handa ömmu Stínu. Ágætis morgunverk, á meðan marengsinn var í ofninum fórum við í göngutúr og í búðina að kaupa ávexti og rjóma. Amma Stína elskar Daim og marengskökur, hún gerði alltaf heimsins bestu Daim ísköku þegar við vorum yngri. Ég þarf endilega að finna þá uppskrift og deili henni þá að sjálfsögðu með ykkur. Það er gaman að baka fyrir fólkið sitt og áttum við ljúfa stund með…

Fallegir og ljúffengir bitar í veisluna

  Í sumar útskrifaðist Haddi frá Háskólanum í Reykjavík og héldum við smá boð hér heima. Ég ákvað að vera með smárétti, ég bauð meðal annars upp á snittur og litlar kökur. Marengskökur og súkkulaðikökur eru yfirleitt vinsælastar á veisluborðinu og þess vegna ákvað ég að bjóða upp á litlar Pavlovur og franska súkkulaðiköku með ljúffengu kremi. Ég var mjög ánægð með útkomuna og skreytti kökurnar með ferskum berjum og blómum, það kom ákaflega vel út og var mikið fyrir augað. Þegar ég held boð eða á von á mörgum í mat þá finnst mér best að velja rétti sem ég get undirbúið með smá fyrirvara, ég gat bakað frönsku súkkulaðikökuna fyrr í vikunni og setti hana inn í frysti. Bakaði marengsinn kvöldinu áður og…

Brúðkaupsterta

Anna Margrét vinkona mín giftist unnusta sínum honum Einari um síðustu helgi og fékk ég þann heiður að baka brúðkaupstertuna. Þetta er í annað sinn sem ég baka brúðkaupstertu en ég hef áður bakað fyrir systur mína. Mikil ósköp finnst mér þetta skemmtilegt og auðvitað pínu stressandi á sama tíma þ.e.a.s. vegna þess að ég vill auðvitað senda frá mér eins góða köku og möguleiki er á. Ég ákvað að baka góða súkkulaðiköku og skreyta hana með hvítu súkkulaðikremi, það er ávísun á glaða gesti. Undanfarið hef ég verið með æði fyrir blómaskreytingum og marengsskrauti, og útkoman var eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan. Falleg blóm setja ótrúlega fallegan svip á kökuna. Súkkulaðibotnar Ég geri þessa súkkulaðibotna mjög oft og ég er alltaf…

Ómótstæðilegur skyr eftirréttur með súkkulaðiköku og hindberjum

Sumarið hefur flogið áfram og það er óhætt að segja að það hafi verið dásamlegt, ég hef notið þess að vera í sumarfríi með Hadda og Ingibjörgu Rósu. Að vísu gátum við Haddi ekki tekið mikið frí saman, þurfum auðvitað að púsla þessu eins og annað fjölskyldufólk. Engu að síður höfum við náð að bralla margt skemmtilegt saman og ég mætti endurnærð til vinnu í morgun full tilhlökkunar varðandi haustið. Ég bakaði mjög mikið í fríinu og fyrr í sumar útbjó ég þennan ómótstæðilega eftirrétt sem þið ættuð að prófa. Skyrkökur og súkkulaðikökur eru gómsætar, þið getið þess vegna ímyndað ykkur þegar þessar tvær koma saman… brjálæðislega gott og einfalt. Eftirréttur með súkkulaðiköku og berjaskyri.   100 smjör, brætt 2 Brúnegg 2,5 dl sykur 1,5…

1 árs afmæli Ingibjargar Rósu og bestu bollakökurnar

  Ingibjörg Rósa varð eins árs þann 6.júlí og við fögnuðum vel og innilega með fólkinu okkar um helgina. Ég ákvað að hafa afmælið eins einfalt og kostur væri, hamborgarar, ein tegund af köku og ís. Spáin var sæmileg og það var slegið upp garðapartí á Akranesi. Það var ekkert smá skemmtilegt að fá ættingja og vini í smá kaffi og fagna fyrsta ári Ingibjargar. Ég bakaði bestu bollakökurnar, en það eru súkkulaðibollakökur með súkkulaðikreminu sem ég geri alltaf. Uppskriftin er hér að neðan ásamt nokkrum myndum frá deginum. Við keyptum ís hjá Valdís og fengum ískæli með, það er algjör snilld sem ég mæli með. Allir voru yfir sig ánægðir með ísinn enda er hann svakalega góður.   Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi um…

Himneskar súkkulaðibitakökur.

Súkkulaðibitakökur Stundum þá fæ ég mikla kökuþörf, einsog gengur og gerist á bestu bæjum. Þá er virkilega gott að henda í eina létta súkkulaðibitaköku uppskrift. Ég prufaði nýja tegund af kökum sem að mínu mati eru virkilega góðar. Nýbökuð súkkulaðibitakaka og ískalt mjólkurglas, það er sko sannarlega einföld hamingja. Það er líka sérlega gott ef maður er í miklu stuði að tvöfalda eða þrefalda uppskriftina, pakka deiginu sem þið ætlið ekki að nota í plastfilmu og láta inn í frysti. Þá er svo ansi fínt að grípa til ef kökuþörfin kallar skyndilega eða þið fáið góða gesti í heimsókn. Ég mæli með því að þið prufið þessa uppskrift. Þið getið líka bætt hnetum við eða því sem ykkur dettur í hug. Súkkulaðibitakökur u.þ.b. 14 –…

Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum

Ostakökur eru ákaflega bragðgóðar og fallegar á veisluborðið. Ég slæ aldrei hendinni á móti ostaköku og mér finnst mjög gaman að baka þær eða búa þær til, þær þurfa auðvitað ekki allar að vera bakaðar. Ég gerði þessar kökur fyrir babyshower sem við héldum handa vinkonu okkar fyrir stuttu. Íslensku hindberin eru auðvitað bæði ótrúlega góð og falleg, þess vegna fannst mér tilvalið að nota þau en þið getið vitaskuld notað hvaða ber sem þið viljið. Hér kemur uppskriftin að þessum ljúffengu kökum, ég vona að þið njótið vel. Litlar ostakökur með hvítu súkkulaði og hindberjum um það bil 16 – 18 kökur Botn: 250 g Lu Bastogne kex 140 g smjör, við stofuhita bollakökupappírsform    Aðferð: Setjið kexið og smjörið í matvinnsluvél þar til…

Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum.

Helgarbaksturinn er að þessu sinni ljúffeng súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum, já ég legg ekki meira á ykkur. Þessi kaka sameinar það sem mér þykir svo gott, súkkulaði og pekanhnetur.  Kakan er ekki bara bragðgóð heldur er hún líka svo einföld og fljótleg í bakstri, það er alltaf plús. Þið getið þess vegna léttilega byrjað að baka núna og borðað hana með kaffinu klukkan fimm, eða þá haft hana sem eftirrétt í kvöld já eða bara baka hana og borða þegar ykkur langar til. Fullkominn endir á helginni myndi ég segja. Ég vona að þið njótið vel.   Ég bakaði þessa köku seinast á 17.júní og að sjálfsögðu var nauðsynlegt að skreyta hana. Hér kemur uppskriftin. Frönsk súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum. Botn: 200 g…

Kanilsnúðakaka með súkkulaðiglassúr

Sumarið er loksins komið og það er yndislegt. Nú er tilvalið að skella í þessa einföldu kanilsnúðaköku og bera fram í kaffitímanum úti á palli. Þessa dagana er ég með æði fyrir kanilsnúðum og hef prófað margar uppskriftir, þessi er sú besta og kanilsnúðarnar eru svo mjúkir og góðir. Mér finnst ómissandi að setja súkkulaðiglassúr ofan á mína snúða en þess þarf þó ekki en súkkulaði gerir auðvitað allt aðeins betra. Ef þið eruð á leiðinni í ferðalag þá er ekki galið að taka þessa með, það geta flestir verið sammála um að kanilsnúðar séu ljúffengir og enginn fær leið á þeim. 2 3/4 dl  volgt vatn 2 1/2 tsk þurrger 1 msk sykur 700 – 800 g Kornax brauðhveiti (það gæti þurfti meira eða…

1 6 7 8 9 10