Archives

Silvíu kaka

Silvíu kaka er  í eftirlæti hjá Silvíu,drottningu Svíþjóðar. Mér finnst þessi kaka mjög ljúffeng og ég bakaði hana ansi oft í fæðingarorlofinu mínu. Virkilega einföld og góð kaka sem ég mæli með að þið prófið. Það er bæði hægt að baka þessa köku í hringlaga formi og í ofnskúffu, en þá er ágætt að tvöfalda uppskriftina. Silvíu kaka 3 egg 3 dl sykur 1,5 dl kalt vatn 3 tsk lyftiduft 3 dl hveiti 1,5 tsk vanilla Kremið  100 g smjör 1, 5 dl flórsykur 2eggjarauður 2 tsk vanillusykur Kókosmjöl ,til skreytingar. Aðferð: Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið hveitið og lyftiduftið saman við. Í lokin bætið þið vanillu og vatni við og hrærið í 1 – 2 mínútu. Smyrjið hringlaga form og hellið deiginu…

Matur sem yljar að innan

Pottabrauð „Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu.“ Ég baka oft brauð hér heima. Ég hef verulegan áhuga á brauði og mér finnst lærdómsríkt að prófa mig áfram. Ég verð líka svo montin þegar vel tekst til.“ 470 g hveiti 370 ml volgt vatn 1 tsk salt 1/4 tsk þurrger 1. Blandið þurrefnum saman í skál og hrærið vatni saman við. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita í að minnsta kosti tólf klukkustundir. 2. Hellið deiginu á hveitistráðborð og stráið smá hveiti yfir deigið, hnoðið deigið rétt aðeins í höndunum og brjótið það saman þannig að þa myndi kúlu. 3….

Fullkomin blaut súkkulaðikaka með Marsfyllingu

Þessi súkkulaðikaka er ótrúlega einföld og svakalega góð, hún er mjög blaut og er best þegar hún er enn heit og borin fram með vanilluís. Haddi bað mig um að baka þessa köku í vikunni og að sjálfsögu var ég til í það, enda slæ ég aldrei hendinni á móti góðri súkkulaðiköku. Þetta er tilvalin kaka fyrir sunnudagsbaksturinn, bæði fyrir kaffitímann eða sem desert eftir kvöldmat. Ég er svona 10 mínútur að hræra í deiginu og koma kökunni inn í ofn og það tekur hana 20 – 30 mínútur að bakast, það þarf semsagt ekki að bíða lengi eftir þessari ljúffengu köku. Sem er alltaf plús! Þetta veður býður líka upp á að gera vel við sig, koma sér vel fyrir upp í sófa með…

Besta döðlukakan með karamellusósu

Þessi kaka fer með mig til Bretlands í huganum, ég bjó í Oxford í nokkra mánuði eftir að ég kláraði framhaldsskóla. Þar var ég í enskunámi og vann á litlu veitingahúsi. Það er ekki hægt að segja að bresk matarmenning hafi heillað mig upp úr skónum en einn eftirréttur gerði það svo sannarlega, en hann heitir Sticky Toffee Pudding. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég gæddi mér á honum og ég geri hann mjög oft hér heima fyrir, en þá ber ég hann fram sem eina stóra köku. Döðlur eru dísætar og dásamlegar og eru einstaklega ljúffengar í þessari köku. Þetta er fullkomin kaka á sjálfan konudaginn. Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 Brúnegg 100…

Besta súkkulaðikakan með klassísku smjörkremi

  Ef það er eitthvað sem hægt er að treysta á, þá er það klassísk og dásamleg súkkulaðikaka með ljúffengu smjörkremi. Ég baka þessa köku að lágmarki einu sinni í mánuði. Það er fátt sem jafnast á við nýbakaða súkkulaðiköku með góðu kremi og ískaldri mjólk. Þessi súkkulaðikaka er án efa í miklu uppáhaldi hjá mér, þegar ég kom heim úr skólanum á mínum yngri árum var svo notalegt að finna kökuilminn taka á móti mér þegar að mamma var búin að baka. Þetta er þó ekki uppskriftin sem mamma var vön að baka en þetta er engu að síður þessi gamla og góða, dökkir súkkulaðibotnar með ljósu og silkimjúku smjörkremi. Ég notaði þessa uppskrift fyrir botnanna, en uppskriftin er bæði lygilega einföld og svakalega…

Klassískar vanillubollakökur með silkimjúku súkkulaðikremi

  Það eru ekki mörg ár síðan ég smakkaði bollakökur í fyrsta skipti. Ég var auðvitað búin að smakka jógúrtmuffins en bollakökur með miklu kremi og fallegu skrauti heilluðu mig upp úr skónum og það má með sanni segja að það hafi verið ást við fyrsta bita. Vanillubollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og skemmtilegast þykir mér hvað þær bjóða upp á marga möguleika. Það er hægt að leika sér með þessar kökur og bæta við því hráefni sem hverjum þykir gott t.d. súkkulaðibitum eða berjum.  Klassískar vanillubollakökur með súkkulaðikremi 250 g sykur 140 g smjör, við stofuhita (mikilvægt) 3 egg, við stofuhita (mikilvægt) 250 g Kornax hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi eða nýmjólk 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Toblerone marengsterta.

Ég er afskaplega mikið fyrir góðar marengstertur og þessi er sú allra besta. Ég fékk þessa uppskrift hjá Eddu systur minni. Hún hlýtur að vilja deila henni með ykkur, hún fær engu um það ráðið blessunin. Þessi terta er svakalega einföld og góð, ef ykkur finnst marengs, rjómi og súkkulaði gott þá ættu þið að prófa þessa uppskrift. Það er tilvalið að bera þessa tertu fram sem desert á jólunum eða einfaldlega með kaffinu um helgina. Marengsterta er alltaf góð hugmynd. Ég mæli einnig með því að þið frystið tertuna. Ég er einmitt með eina í frystinum sem ég ætla að bjóða mínu fjölskyldunni upp á um jólin, þetta getur nefnilega líka verið ljúffeng ísterta. Toblerone marengsterta Fyrir 8 – 10 Botnar: 4 eggjahvítur 4 dl…

Klassísk eplabaka, ljúffeng með rjóma!

Smákökur eru án efa vinsælastar yfir jólin en það er nú líka gott að baka eina og eina gómsæta köku og bjóða upp á með kaffinu eða heita súkkulaðinu. Þessi klassíska eplabaka stendur alltaf fyrir sínu, hún er að sjálfsögðu langbest volg borin fram með rjóma eða ís.. eða hvor tveggja 😉 Klassísk eplabaka 150 g sykur 3 egg 60 g smjör 1 dl mjólk 150 g Kornax hveiti 2 tsk lyftiduft 1 tsk salt 2 tsk. Vanilla extract eða sykur 100 g Odense marsípan 3 græn epli 2 msk sykur. 2 tsk. Kanill    Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið…

Ómótstæðilegar Oreo smákökur

Oreo smákökur 110 g smjör 100 g hreinn rjómaostur 200 g syk­ur 1 egg 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 150 g dökkt súkkulaði 1 tsk vanilla 1 pakki Oreo kexkökur 100 g hvítt súkkulaði   Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt og ljós, bætið sykrinum saman við og einu eggi. Blandið hveitinu og lyftidufti út í og hrærið í 2 – 3 mínútur. Í lokin bætið þið vanillu og smátt söxuðu súkkulaði saman við og hrærið í smá stund. Geymið deigið í ísskáp í 10 – 15 mínútur. Mótið litlar kúlur með teskeið og veltið kúlunum upp úr muldu Oreo kexi. Setjið kúlurnar á pappírsklædda ofnskúffu og inn í ofn við 10 – 12 mínútur við 180°C….

Pekanbaka

Fyrir rúmlega ári deildi ég þremur uppskriftum í Nýju Lífi. Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki búin að setja inn þessar uppskriftir á bloggið sem er algjör hneisa því þessar uppskriftir eiga það sameiginlegt að vera ljúfengar. Í dag deili ég með ykkur uppskrift að uppáhalds bökunni minni, pekanbökunni dásamlegu. Ég fæ ekki nóg af pekanhnetum og hvað þá ef þú blandar þeim saman við súkkulaði. Þessa böku ættu allir að prófa. Njótið vel! Pekanbaka með súkkulaði 100 g smjör, við stofuhita 185 g hveiti 1 eggjarauða ¼ tsk salt ½ tsk vanilla extract 2 tsk kalt vatn. Aðferð: Hnoðið öllu saman með höndum, sláið deiginu upp í kúlu og geymið í kæli í 15 – 20 mínútur. Stráið smávegis af…

1 7 8 9 10