Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum. Bláberjabollakökur 1 egg 60 g brætt smjör 75 g sykur 65 ml mjólk 2 tsk vanilla 240 g grískt jógúrt 135 g hveiti 80 g haframjöl salt á hnífsoddi ½ tsk kanil 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 3 dl frosin eða fersk bláber KELLOGGS múslí, magn…