Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

GRÍSK PÍTA MEÐ TZATZIKI SÓSU – EINFALT MEÐ EVU

Grísk píta með ljúffengu nautakjöti og tzatziki sósu Pítur eru ómótstæðilega góðar og þessi píta með grískum blæ er sérlega góð. Nautakjötið verður ferskara með mintunni og tzatziki sósunni. Það er líka mikið sport fyrir hvern og einn að setja saman sína eigin pítu eftir smekk hvers og eins. • 600 g nautakjöt • 1 msk ólífuolía • 2 stk hvítlauksrif • 1 tsk paprikukrydd • 1 tsk cuminkrydd • Salt og pipar • 1 msk smátt söxuð minta • Börkur af hálfri sítrónu • Pítubrauð • Ferskt salat • Agúrka • Svartar ólífur • Rauðlaukur • Hreinn fetaostur • 1 skammtur tzatziki sósa, uppskrift hér að neðan Aðferð: 1. Skerið nautakjötið í jafn þykkar sneiðar. 2. Kryddið kjötið með paprikukryddi, cuminkryddi, salti, pipar, smátt…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Kröftug haustsúpa

Í gærkvöldi eldaði ég þessa ljúffengu súpu sem er að mínu mati fullkomin á haustin, ég keypti hakk fyrr um daginn og ætlaði að elda takkó en mig langaði miklu meira í súpu og þess vegna ákvað ég að prófa að nota hakkið í þessa kröftugu „gúllassúpu“. Það kom mjög vel út og súpan varð aðeins léttari fyrir vikið, ég elska gúllassúpur og þessi hér sem er uppskrift frá mömmu minni er í miklu uppáhaldi. Ég studdist við hana þegar ég eldaði þessa súpu í gær og notaði bara það sem ég átti til í ísskápnum, þá má sko aldeilis leika sér með hráefnin í þessari uppskrift – ekkert er heilagt í súpugerð 🙂 Kröftug haustsúpa 1 msk olía 400 g nautahakk 5 sneiðar beikon…

Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir…

Guðdómlegt steikar taco

Steikar taco 400 g nautasteik t.d. entrécote Ólífuolía 1 msk steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Aðferð: Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangó salsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Entrecôte með chili bernaise og frönskum kartöflum

Í þætti kvöldsins lagði ég áherslu á lúxus matseðil og setti saman þrjá ljúffenga rétti sem tilvalið er elda þegar þið viljið gera vel við ykkur. Nautasteik með öllu tilheyrandi er eitt af því besta sem ég get hugsað mér og ef ég ætla að elda eitthvað gott handa okkur Hadda þá verður þessi réttur yfirleitt fyrir valinu. Að vísu geri ég þá tvær sósu, annars vegar piparostasósu og hins vegar þessa ómótstæðilegu chili bernaise sósu sem ég fæ hreinlega ekki nóg af og gæti borðað hana eina og sér. Hún er algjört æði! Þið vitið hvernig þetta er, ef smjörið er í aðalhlutverki þá er bókað mál að rétturinn sé góður. Entrecôte með chili bernaise og ljúffengum kartöflum 5 eggjarauður 250 g smjör, skorið…

Beef Bourguignon, hinn fullkomni vetrarmatur.

Í þætti gærkvöldsins eldaði ég meðal annars þennan guðdómlega rétt sem kallast ‘Beef bourguignon’. Þegar við Haddi fórum til Parísar í haust smakkaði ég réttinn á litlu sætu veitingahúsi í borginni og ég kolféll fyrir honum. Hægeldað nautakjöt í rauðvínssósu og fullkomin kartöflumús, ég fæ vatn í munninn við það eitt að skrifa niður uppskriftina fyrir ykkur. Nautakjötið verður svo bragðmikið og safaríkt að það er algjör óþarfi að tyggja það, svo mjúkt er það. Þetta er hinn fullkomni vetrarmatur sem ég mæli innilega með að þið prófið. Ég lofa ykkur því að þið eigið eftir að elda hann aftur og aftur. Beef Bourguignon 1 msk smjör 1 msk ólífuolía 600 g nautakjöt, skorið í litla bita salt og pipar skallottulaukar, má líka nota venjulegan…

1 2