Archives

Villtur lax með blómkálsmauki og smjöri

Eftir ljúft frí á Spáni hlakkaði ég til að fá mánudagsfiskinn minn, auðvitað er gott og gaman að borða allt sem hugurinn girnist þegar maður er í fríi en mig var farin að lengja eftir fisk. Það gladdi mig mjög mikið er ég sá að í fiskborðinu í Hagkaup var þessi glæsilegi villti lax, ég týndi til einfalt meðlæti. Blómkál, kirsuberjatómata, ferskan aspas og púrrulauk. Ef hráefnið er gott þá þarf ekki að flækja hlutina. Ég dreif mig heim, í bílnum á leiðinni var ég búin að ákveða hvernig ég ætlaði að matreiða fiskinn en þetta átti að vera eins einfalt og kostur væri, enda klukkan að ganga sjö og allir svangir. Pönnusteiktur lax með blómkálsmauki, ofnbökuðum aspas, tómötum og púrrlaukssmjörsósu. Þetta var einn besti…

Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.

Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina. Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti. 600 g nautahakk olía rauðlaukur 1 dl smátt skorið stökkt beikon 2 msk dijon sinnep 2 msk söxuð steinselja 1 egg brauðrasp 2 dl rifinn piparostur salt og pipar   hvítmygluostur Aðferð:    Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…

Buffaló kjúklingavængir og gráðostasósa

  Það er alltaf staður og stund fyrir gómsæta og stökka kjúklingavængi! Það eru eflaust margir að skipuleggja útskriftarveislu nú um helgina. Haddi minn er að útksirfast og ég er á fullu að setja saman smárétti sem mig langar að bjóða upp á. Ég gerði þessa vængi um daginn þegar Ísland – Tékkland mættust. Vængirnir slógu í gegn sem og gráðostasósan sem ég útbjó. Hér kemur uppskriftin, ég vona að þið njótið vel.   Buffaló vængir með gráðostasósu 15 – 20 kjúklingavængir 3 msk hveiti 1 tsk salt 1 tsk pipar 1 tsk paprikukrydd 2 – 3 msk Buffalo sósa Aðferð: Setjið kjúklingavængi, hveiti og krydd í plastpoka og hrisstið duglega eða þannig að hveiti þekji kjúklingavængina mjög vel. Setjið vængina á pappírsklædda ofnplötu og…

Sjúklega góður Oreo mjólkurhristingur

Í nýjasta tölublaði Gestgjafans er að finna þátt sem  tileinkaður er mjólkurhristingum, ég kolféll fyrir þessum hugmyndum og bjó til einn ljúffengan með Oreo. Það er einmitt þess vegna sem ég er áskrifandi af Gestgjafanum, það er svo gaman að fá góðar hugmyndir. Netið er auðvitað þægilegt en mér þykir svo gaman að fletta í gegnum tímarit og bækur. Ég bíð með eftirvæntingu eftir blaðini í hverjum mánuði. Ég var lausapenni um tíma hjá Gestgjafanum og það var mjög skemmtilegt, allt sem viðkemur mat er auðvitað af hinu góða. En nóg um það, nú að Oreo mjólkurhristingnum sem þið verðið að prófa…ekki seinna en í dag. Oreo mjólkurhristingur 1/2 L eða 4 dl súkkulaðiís (ég notaði ís með súkkulaðibitum) 2 dl nýmjólk Oreo kexkökur, magn…

Sjúklega gott og hollt laxasalat

Ég elska fisk og gæti borðað hann hvern einasta dag, hann er ekki bara ljúffengur heldur er hann einnig mjög hollur. Í kvöld langaði mig í eitthvað létt og gott og þá var laxasalat fyrir valinu. Það er tilvalið að nota fiskmeti í salöt og þetta salat á eftir að koma ykkur á óvart. Einfalt, fljótlegt og afar gott bæði fyrir líkama og sál.   Laxasalat með jógúrtdressingu   fyrir þrjá til fjóra ólífuolía smjör 1 stór sæt kartafla eða tvær meðalstórar 500 g lax, beinhreinsaður salt og nýmalaður pipar tímían 1 poki gott salat t.d. spínat eins og ég notaði í kvöld ferskt dill sítróna ristaðar pekanhnetur fetaostur Aðferð: Afhýðið kartöfluna og skerið í litla bita, kryddið til með salti og pipar og leggið…

Lax í pekanhnetuhjúp

Lax er með því hollara sem við getum í okkur látið og er hann sannkölluð ofurfæða. Það er hægt að matreiða lax á marga vegu og er hann sérstaklega bragðgóður bakaður í ofni. 1 laxaflak gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar hunangs djion sinnep Hnetuhjúpur 100 g hnetur t.d. hesli og pekanhnetur 4 msk brauðrasp steinselja börkur af einni sítrónu 1 msk olía 2 hvítlauksrif, fínt rifnir sjávarsalt Aðferð 1.   Hitið ofninn í 180°C. 2.   Snyrtið laxaflakið og setjið í eldfast mót eða á pappírsklædda bökunarplötu. 3.   Kryddið laxinn til með salti og pipar og penslið sinnepinu yfir hann. Dreifið hnetuhjúpnum yfir og þjappið honum vel ofan í sinnepið með hönfunum, þannig að hann haldist vel á. Bakið í 15 mínútur. Takið þá laxinn út úr ofninum og látið…

Vikumatseðill

Mér finnst best að byrja vikuna á góðum fisk, þessi karrífiskur er mjög einfaldur og bragðgóður. Fiskurinn er borinn fram með jógúrtsósu og fersku salati.  Þriðjudagsrétturinn þessa vikuna er ofurgott Japanskt salat með stökkum núðlum.  Miðvikudagsrétturinn er afar góður, kjúklingalæri í mangóchutney sósu með ristuðum möndlum. Fimmtudagsrétturinn er fiskréttur í betri kantinum, lax í ljúffengri sósu með sólþurrkuðum tómötum og döðlum.  Föstudagsrétturinn er á mexíkósku nótunum, takkógratín með ómótstæðilegu lárperumauki.  Það spáir góðu veðri út vikuna og þá er að sjálfsögðu tilvalið að grilla um helgina og ég mæli með þessum beikon-kjúklingaspjótum með piparostasósu. Algjört lostæti! Bakstur vikunnar er þetta heilhveitibrauð sem er bæði svakalega gott og stútfullt af hollustu, mér þykir þetta brauð ótrúlega gott og ég mæli með að þið prófið það.  Ég…

Vikumatseðill

 Á  hverjum degi kemur upp sama spurningin, hvað á að hafa í matinn? Tíminn er oft af skornum skammti en öll viljum við borða eitthvað gott og helst búa það til sjálf. Fyrir nokkrum árum starfaði ég á vinnustað þar sem viku matseðilinn var skipulagður á sunnudögum, þá var þetta aldrei neitt vafamál. Þetta fyrirkomulag sparar bæði tíma og pening, þannig er hægt að koma í veg fyrir óþarflega margar ferðir í matvöruverslanir. Ég hef tekið eftir nokkrum matarbloggurum sem gefa hugmyndir af vikuseðli og mér þykir mjög gaman að skoða þá seðla og fá hugmyndir, þess vegna langar mig að gera slíkt hið sama. Það er góð leið fyrir mig að halda betur utan um mínar uppskriftir og ég vona að með þessu fáið…

Hægeldað lambalæri með ljúffengu kartöflugratíni og piparostasósu.

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri  1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1.     Hitið ofninn í 120°C. 2.     Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3.     Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…

1 16 17 18 19 20 21