Vikumatseðill

 Á  hverjum degi kemur upp sama spurningin,
hvað á að hafa í matinn? Tíminn er oft af skornum skammti en öll viljum við
borða eitthvað gott og helst búa það til sjálf. Fyrir nokkrum árum starfaði ég
á vinnustað þar sem viku matseðilinn var skipulagður á sunnudögum, þá var þetta
aldrei neitt vafamál. Þetta fyrirkomulag sparar bæði tíma og pening, þannig er
hægt að koma í veg fyrir óþarflega margar ferðir í matvöruverslanir. Ég hef tekið eftir nokkrum matarbloggurum sem gefa hugmyndir af vikuseðli og mér þykir mjög
gaman að skoða þá seðla og fá hugmyndir, þess vegna langar mig að gera slíkt
hið sama. Það er góð leið fyrir mig að halda betur utan um mínar uppskriftir og
ég vona að með þessu fáið þið hugmyndir að kvöldverðum út vikuna.

Ég var alin upp við að fá fisk á mánudögum og eftir að ég fór að búa þá hef ég haldið í þá hefð. Fiskur er hinn fullkomna fæða, hann er bæði mjög hollur og bragðgóður. Það er tilvalið að byrja vikuna á góðum fisk. 
Einfaldur og góður pastaréttur, það er mjög gott að bæta t.d. risarækjum eða kjúkling við þessa uppskrift. Einfalt, fljótlegt og þægilegt. Fullkomið á þriðjudegi!
Þessi spínat- og sætkartöflubaka er ljómandi góð, berið hana fram með fersku salati og góðri dressingu.

Bragðmikill fiskréttur með rjómaosti, þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Meira segja þeir sem segjast ekki borða fisk borða þennan rétt með bestu lyst! Á fimmtudögum er tilvalið að bera fram djúsí fiskrétt. 
Föstudagur eru pizzadagar í minni fjölskyldu og hvað er betra en pizza með mexíkósku ívafi? 
Á laugardögum er upplagt að fá fólk í mat og elda eitthvað gott. Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur kjúklingaréttur þar sem salvía og hráskinka leika lykilhlutverk. 

Á sunnudögum er tími til að njóta, svo mikið er víst. Nautalund með piparostasósu er alltaf stórgóð hugmynd og fullkominn endir á vikunni. 

Bakstur vikunnar. Möndlukakan hennar mömmu sem ég fæ ekki nóg af.
Ég vona að þið njótið vel. 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *