Archives

Einfaldasti pastarétturinn

Orðið Arrabbiata þýðir “ævareiður” en þá er verið að vísa í hve sterkur rétturinn er.  Ég vann á litlu veitingahúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og þessi pastaréttur var einn sá vinsælasti. Það var ekki aftur snúið þegar ég var búin að smakka hann, enda er hann mjög bragðgóður og sérstaklega einfaldur. Ég hvet ykkur til þess að prófa þennan rétt, það tekur enga stund að elda hann og ég er handviss um að hann eigi eftir að slá í gegn á heimilinu.  Þó nafnið vísi í að þetta sé MJÖG sterkur réttur þá hafið þið hann eins og þið viljið, ég myndi segja að eftirfarandi uppskrift væri miðlungs sterk. Ég vona að þið njótið vel. Pasta Arrabbiata Undirbúningstími 10 mínútur Eldunartími 20 mínútur  Fyrir…

Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur. Hristingur með hnetusmjöri og döðlum 200 g vanilluskyr 1 banani 4 döðlur 1 msk gróft hnetusmjör 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ appelsínusafi, magn eftir smekk klakar Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!   xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Allt hráefnið sem notað er í þessa…

Fiskibollurnar hennar ömmu með asísku twisti

 Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu eru í miklu uppáhaldi og  ég elskaði að koma í heimsókn til ömmu og gæða mér á bollunum ásamt brúnu sósunni sem borin var fram með bollunum. Nú þegar ég hugsa um þessar heimsóknir finn ég ósjálfrátt lyktina af matnum… og ylja mér við ljúfar minningar. Amma er best og allt sem hún eldaði og bakaði var á einhvern hátt miklu  betriaen hjá öðrum, ég get ekki útskýrt það með orðum beint en ég hugsa að fleiri tengi við þessa tilfinningu. Ég nota uppskriftirnar hennar ömmu mjög mikið og mér finnst  gaman að þróa þær áfram. Uppskriftin hér að neðan er í grunninn frá ömmu en ég setti smá asískan blæ á bollurnar sem að mínu mati kom vel út og…

Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti…

Dásamlega góð piparkökuskyrkaka

Piparkökuskyrkaka með saltaðri karamellusósu Botn 200 g piparkökur 150 g brætt smjör Aðferð: Setjið piparkökurnar í matvinnsluvél og maukið, hellið smjörinu saman við og maukið svolítið lengur. Skiptið piparkökubotninum í litlar skálar/glös eða þrýstið kexblöndunni í form. (gott að nota 20×20 cm lausbotna smelluform) Fylling 300 g vanilluskyr frá MS 250 ml rjómi 2 – 3 tsk flórsykur 1 tsk vanilludropar eða sykur Aðferð: Þeytið rjóma og blandið skyrinu saman við ásamt flórsykri og vanillu. Skiptið skyrblöndunni í glös eða í eitt stórt kökuform. Endurtakið leikinn með piparkökumulninginn og setjið svo aðeins meira af skyrblöndunni yfir. Best er að geyma kökuna í kæli í 2 – 3 klst eða yfir nótt. Berið kökuna fram með æðislegri saltkaramellusósu. Saltkaramellusósa 200 g sykur 2 msk smjör ½ …

Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti

Þetta er langt frá því að vera jólaleg uppskrift en hún á samt sem áður vel við þessa dagana þegar flestir eru á ferð og flugi að undirbúa jólin og lítill tími gefst fyrir matargerð en allir eru á því að vilja njóta.. þá er gott að eiga eina svona uppskrift sem mun svo sannarlega slá í gegn hjá öllum í fjölskyldunni. Tilvalið sem einfaldur kvöldmatur eða þá sem snarl með vinum, með einum öl eða svo. 🙂 Ofnbakað Doritos með kjúkling og rjómaosti Hráefni 1 poki Doritos (ég notaði appelsínugulan) 300 g eldað kjúklingakjöt, bragðsterkt 1 dl gular baunir 1 rauð paprika 5-6 msk hreinn rjómaostur 100 g rifinn ostur kóríander, magn eftir smekk salsa sósa sýrður rjómi Aðferð: Steikið kjúklingakjötið eða notið foreldað…

Piparkökubollakökur með ómótstæðilegu karamellukremi

Það styttist í jólin og  eflaust margir í miklu bakstursstuði þessa dagana, þetta er nefnilega tíminn til að njóta. Ég elska að koma heim eftir vinnu, kveikja á kertum og baka eitthvað gott með Ingibjörgu Rósu minni. Við bökuðum þessar ljúffengu piparkökubollakökur um daginn og þær voru virkilega góðar og skemmtileg tilbreyting frá klassísku piparkökunum. Einföld, fljótleg og góð uppskrift sem ég mæli með að þið prófið fyrir jólin. Endilega fáið börnin ykkar til þess að taka þátt í bakstrinum, þau eru nefnilega svo miklir snillingar og hafa gaman af þessu. Piparkökubollakökur með karamellukremi ca. 18 – 20 bollakökur 250g sykur 140g smjör, við stofuhita 3egg við stofuhita 250 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 dl rjómi 2 tsk vanilla extract eða vanillusykur (það er…

Sörur

Sörur eru ómissandi í desember og þær eru í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mér og minni fjölskyldu. Ég byrja yfirleitt á því að baka þessar kökur fyrir jólin en það er svo gott að vera búin að því og geta fengið sér eina og eina í desember.  Það er einnig svo gott að eiga þær í frystinum og geymast þær mjög vel. Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni sem ég geri alltaf fyrir jólin en uppskriftin er frá mömmu minni, þær eru aðeins grófari vegna þess að við notum heslihnetur í botninn en auðvitað má skipta þeim út fyrir möndlur. Sörur Botn: 4 egg (eggjahvítur) 230 g heslihnetur (eða möndlur) 230 g flórsykur Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Hakkið heslihneturnar eða möndlurnar í matvinnsluvél. Stífþeytið…

Í dag er föstudagur sem þýðir að það er eflaust pizza á matseðlinum á flestum heimilum í kvöld geri ég ráð fyrir, að minnsta kosti höfum við haft það fyrir venju að baka saman (eða stundum pantað) pizzu á föstudagskvöldum. Ég elska góðar og matarmiklar pizzur og ég bakaði þessa einn föstudaginn fyrir ekki svo löngu síðan og svei mér þá ef þetta er ekki ein af bragðbetri pizzum sem ég hef smakkað, þökk sé hægeldaða svínakjötinu eða pulled pork. Ég fæ vatn í munninn á því að tala um þessa pizzu og ég verð að hvetja ykkur til þess að prófa þessa – ég er fullviss um að þið verðið jafn ánægð með hana og ég. Njótið vel og góða helgi kæru lesendur! Pulled…

Mangó Chutney Kjúklingur

Þessi einstaklegi ljúffengi kjúklingarétti kemur úr safni móður minnar sem er algjör meistarakokkur og þessi réttur er mjög vinsæll á mínu heimili. Þið eigið eftir að gera hann aftur og aftur, ég lofa! Hér kemur uppskriftin, hún miðast við fjóra til fimm manns.  Olía 800 g kjúklingakjöt 2 dl mangó chutney 250 ml rjómi 1- 2 msk karrý 1 tsk sítrónupipar 1/2 kjúklingateningur Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð   Hitið olíu á pönnu, setjið karrý á pönnuna og leyfið því að hitna. Steikið kjúklingakjötið á pönnunni í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir brúnist vel. Leggið kjúklingabitana í eldfast form og útbúið því næst sósuna. Hellið 250 ml af rjóma og 2 dl af mangó chutney í pott…

1 8 9 10 11 12 21