Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

img_0001

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti forréttur, smáréttur eða eftirréttur sem völ er á og hann er fullkominn á gamlárskvöld! Ég mæli þess vegna 100% með réttinum á morgun, gamlársdag. Þið verðið ekki vonsvikin!

img_0002Hráefni

 • 6 dl mulið Doritos (ég nota appelsínugult)
 • 2 egg
 • 100 g hveiti
 • 1 Camenbert
 • Ljós olía til steikingar

Meðlæti

Brauð

Góð sulta

Steinselja, smátt söxuð

Aðferð:

 1. Myljið Doritos mjög fínt, ég notaði matvinnsluvél.
 2. Pískið tvö egg og setjið hveiti í skál.
 3. Skerið Camenbert í sex bita.
 4. Veltið ostabitunum upp úr hveitinu, setjið þá síðan í eggjabað og því næst í Doritos mulninginn. Hjúpið ostabitana vel!
 5. Hitið vel af olíu á pönnu, en ostabitarnir þurfa þó alls ekki að fara í kaf í olíunni. Þið getið athuga hvort olían sé tilbúin með því að setja smá mulning út í og ef það kraumar í olíunni þá er hún tilbúin.
 6. Setjið bitana varlega ofan í olíuna og steikið á öllum hliðum í svona 30 sek á hvorri hlið eða um leið og bitarnir fara að brúnast þá snúið þið þeim við.
 7. Takið bitana upp úr olíunni og þerrið vel á eldhúspappír.
 8. Berið fram með ristuðu brauði, smátt saxaðri steinselju og sultu.

Ég er ekki að skrökva þegar ég segi að þetta er eitt af því betra sem ég hef smakkað… namminamm.

img_9932

img_9931

img_9940img_9948img_9950img_9963img_9966img_9970img_9972img_9975img_9981img_9984img_9990img_9994img_9998

img_0010

img_0009img_0002

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

unknown-1

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *