Morgunboozt með hnetusmjöri og döðlum

Á morgnana eða seinni partinn, já eða bara hvenær sem er yfir daginn elska ég að skella í hristing sem keyrir upp orkuna. Uppskriftin hér að neðan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég elska döðlur, elska hnetusmjör og öll þau hráefni sem finna má í þessum ljúffenga hristing. Ferskt, einfalt og fljótlegt! Ég lofa að þið eigið eftir að gera þennan aftur og aftur.
Hristingur með hnetusmjöri og döðlum
  • 200 g vanilluskyr
  • 1 banani
  • 4 döðlur
  • 1 msk gróft hnetusmjör
  • 1/2 msk chiafræ eða önnur fræ t.d. hörfræ
  • appelsínusafi, magn eftir smekk
  • klakar
Aðferð: Setjið allt í blandarann og blandið þar til drykkurinn verður silkimjúkur. Berið strax fram og njótið!

 

xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt hráefnið sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *