Archives

GRILLAÐUR MAÍS – BESTA MEÐLÆTIÐ FYRR OG SÍÐAR.

Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…

Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu

Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram. Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir…

Grilluð tortillapizza með hvítlauksrækjum

Grilluð tortilla pizza með risarækjum, rjómaosti og fersku salsa Hvítlauksrækjur 300 g risarækjur 2 – 3 msk ólífuolía 50 g smjör, brætt 2 hvítlauksrif 1/2 rautt chilialdin safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 1 msk smátt söxuð steinselja Aðferð: Skolið rækjurnar vel og þerrið, veltið síðan rækjunum upp úr ólífuolíu, smjöri, nýrifnum hvítlauk, smátt söxuðu chili, salti, pipar og steinselju eða kóríander. Þræðið rækjurnar því næst upp á grillspjót og grillið í 2 mínútur á hvorri hlið eða þar til rækjurnar eru eldaðar í gegn. Tortillapizzur Tortillakökur Hreinn rjómaostur Risarækjur Ólífuolía Aðferð: Smyrjið tortillakökur með hreinum rjómaosti, sáldrið rifnum osti yfir og kryddið til með salti og pipar. Raðið rækjunum yfir og sáldrið smávegis af ólífuolíu yfir. Leggið tortilla kökuna á álpappír sem er…

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu

Grillaður karamellu ananas með ferskum berjum og mintusósu Ananas, ferskur 1 dl karamellusósa Jarðarber Brómber Ristaðar pekanhnetur Mintusósa 3 dl grískt jógúrt 2 tsk hunang 1 msk smátt söxuð minta rifinn börkur af 1/4 af límónu safi úr 1/4 af límónu Aðferð: Skerið ananas í sneiðar, penslið sneiðarnar með karamellusósu og grillið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið ananasbitum á fat og skerið niður ferska ávexti sem þið dreifið yfir. Ristið pekanhnetur og sáldrið yfir. Útbúið einfalda mintusósu með því að blanda öllum hráefnum saman í skál eða maukið í matvinnsluvél, setjið nokkrar skeiðar af mintusósunni yfir ásamt því að rífa smávegis af límónubörk yfir réttinn í lokin. Berið strax fram. Njótið vel. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefni í þessa uppskrift fást…

Grilluð eplakaka með súkkulaði og kókosmulningi

Grilluð eplabaka með karamellusósu Eplabaka 6  stór græn epli 2 msk. sykur 2 tsk kanill 1 tsk. vanillusykur eða vanilludropar 50 – 60 g. Hakkað súkkulaði Mulningur 80 g. hveiti 80 g. sykur 80 g. smjör 50 g. Kókosmjöl Aðferð: Hitið grillið. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið eplin í litla bita og dreifið eplabitunum í álform sem má fara á grillið. Blandið sykri, vanillusykri og kanil saman við eplin. Sáldrið súkkulaðinu yfir eplin. Næsta skref er að útbúa deigið sem fer ofan á eplin. Setjið hveiti, sykri, smjöri og kókosmjöli í skál og blandið saman með höndunum. Setjið deigið ofan á eplin og grillið í um það bil 10 – 15 mínútur, tekur alls ekki langa stund að grilla kökuna og það þarf…

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu

  Ef ég ætti að velja einn eftirlætis grill-eftirrétt þá væri það án efa grillaður ananas með ljúffengri karamellusósu og ferskum hindberjum. Það er ekkert mál að bjóða upp á þennan eftirrétt í útileigunni og hann á eftir að slá í gegn hjá börnum og fullorðnum.   Grillaður ananas með karamellusósu   Ferskur ananas, niðursneiddur 80 g smjör 3 msk. púðursykur 1 tsk. kanill     Aðferð: Hitið smjör í potti og bætið púðursykrinum og kanil út í, leyfið þessu að malla í smástund og takið af hitanum. Skerið ananasinn niður og penslið kryddsmjörinu á hann. Það er ágætt að geyma hann í ísskáp í svolitla stund áður en þið grillið hann.     Grillið sneiðarnar í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið og…

Brakandi ferskt humarsalat

Stærsta ferðahelgi ársins framundan og eflaust margir að velta fyrir sér matnum um helgina, að minnsta kosti er ég að spá í því en ég er svosem alltaf að spá í mat. Ég grillaði humar í lokaþætti Matargleði Evu sem sýndir voru á Stöð 2 í vor og útbjó þetta gómsæta humarsalat sem ég mæli með að þið prófið.  Þetta er auðvitað sælkerasalat fyrir þá sem vilja gera vel við sig og það er ekki vitlaust að fá sér glas af góðu hvítvíni með. Einfalt, fljótlegt og ofboðslega gott. Hvítlaukshumar á salatbeði 600 – 700 g humarhalar 100 g smjör 3 hvítlauksrif1 rautt chili, fræhreinsaðHandfylli steinselja Börkur af hálfri sítrónu Skvetta af hvítvíni Safi af hálfri sítrónu Salt og pipar Hitið smjör í potti. Saxið niður hvítlauk, chili og steinselju og bætið út…

Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum

Ég elska góða og matarmikla hamborgara, þessi djúsí borgari er með mexíkósku ívafi og er einn af mínum uppáhalds. Það er leikur einn að útbúa hamborgara og ég mæli hiklaust með því. Ég er búin að borða hamborgara ansi oft núna í sumar og fæ ekki leið, það er auðvitað skemmtilegt við hamborgara að þeir eru aldrei eins. Bjóðið upp á þessa um helgina og þið sláið í gegn, ég segi það satt.  Mexíkóskur hamborgari með guacamole og nachos flögum 600 g nautahakk 1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin 1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið 2 dl steikt smátt skorið beikon handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja) 1 egg brauðrasp, magn eftir smekk 150 g rifinn mexíkóostur salt og pipar Tillögur…

Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti.

Það er ótrúlega lítið mál að útbúa heimatilbúna hamborgara og þeir smakkast miklu betur en þeir sem eru keyptir út í búð. Þegar sólin skín er tilvalið að dusta rykið af grillinu og grilla góðan mat, helst í góðra vina hópi. Ég grillaði þennan ómótstæðilega hamborgara um daginn og svei mér þá ef hann er ekki bara kominn í uppáhald, svo góður er hann. Ég mæli með að þið prófið núna um helgina. Grillaðir hamborgarar með beikon- og piparosti. 600 g nautahakk olía rauðlaukur 1 dl smátt skorið stökkt beikon 2 msk dijon sinnep 2 msk söxuð steinselja 1 egg brauðrasp 2 dl rifinn piparostur salt og pipar   hvítmygluostur Aðferð:    Hitið olíu á pönnu, skerið rauðlaukinn í sneiðar og steikið upp úr olíunni…

1 2