Pizzadeig 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi við og hrærið vel saman. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í 40 – 60 mínútur. Pizza með hráskinku 1 pizzadeig 1 skammtur pizzasósa (mér finnst…