Archives

Mexíkósk pizza

Um helgar þá nýt ég þess að borða eitthvað gott og á föstudögum finnst mér eiginlega nauðsynlegt að fá mér pizzu, það eru örugglega margir sem borða pizzu á föstudagskvöldum enda er ágætt að enda vinnuvikuna á góðum mat og sjónvarpsglápi fram eftir kvöldi, það er ekkert verra að maula á súkkulaði á meðan. Ég útbjó gómsæta mexíkóska pizzu sem mig langar að deila með ykkur, ég var svöng þegar ég fór í búðina og keypti allt það sem mig langaði í. Það er auðvitað lykilregla að fara ekki út í búð svöng, ég keypti allt í taco og þegar heim var komið ákvað ég að útbúa pizzu með mexíkósku ívafi. Einföld og bragðmikil pizza sem ég mæli með að þið prófið. Ítalskur pizzabotn  Þessi…

1 2