Föstudagspizzan og ofnbakaðar parmesan kartöflur

Á föstudögum elskum við að fá okkur heimabakaða pizzu og borða hana yfir góðu sjónvarpsefni, já allar reglur um að borða ekki í sófanum yfir sjónvarpinu mega gleymast í eitt kvöld eða svo.. okkur finnst þetta mjög huggulegt 🙂

Pizza með hráskinku, klettasalati og kirsuberjatómötum.

Pizzadeig:

 • 2 1/2 dl volgt vatn
 • 2 tsk þurrger
 • 2 tsk hunang
 • 2 msk ólífuolía
 • 400 – 450 g hveiti

Aðferð:

 1. Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt.
 2. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt.
 3. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur um það bil 4 – 6 mínútur.
 4. Deigið er tilbúið þegar það er orðið að kúlu og klístrast ekki við hrærivélaskálina. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefa sig í klukkustund.

Pizza með hráskinku, klettasalati og kirsuberjatómötum.

 • 1 pizzadeig
 • pizzasósa, magn eftir smekk
 • 100 – 150 g rifinn ostur
 • 1 bréf hráskinka ca. 6 – 7 sneiðar
 • klettasalat
 • 10 – 12 kirsuberjatómatar
 • Parmesan ostur, magn eftir smekk

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 220°C.
 2. Fletjið út pizzadeigið, mér finnst best að skipta uppskriftinni hér að ofan í tvennt en þá eru pizzurnar extra þunnar. Leggið pizzabotninn á pappírsklædda ofnplötu.
 3. Setjið góða pizzasósu á botninn og sáldrið rifnum osti yfir.
 4. Raðið hráskinkusneiðum yfir ostinn og setjið pizzuna inn í ofn og bakið við 220°C í 12 – 15 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn.
 5. Skerið klettasalati aðeins niður og dreifið yfir pizzuna þegar hún er komin út úr ofninum ásamt smátt söxuðum tómötum. Rífið niður nóg af parmesan í lokin og berið strax fram!

Ofnbakaðar kartöflur með parmesan

 • 15 – 18 venjulegar kartöflur, skornar í bita
 • 1 msk ólífuolía
 • 2 msk smjör
 • Parmesan ostur, magnið er ca 3 – 4 msk
 • Salt og pipar
 • ½ tsk hvítlaukssalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C.

Skerið kartöflur í litla bita, blandið öllum hráefnum saman i skál og þekjið kartöflurnar vel.

Setjið kartöflurnar í eldfast mót og rífið niður enn meiri parmesan yfir þær áður en þær fara inn í ofn við 200°C í 30 – 35 mínútur. Gott ráð að snúa þeim við nokkrum sinnum á meðan þær eru í ofninum.

Litlan mín er orðin svo stór, verður fljótlega þriggja ára!

Njótið vel

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *