Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið. Spergilkálssúpa 1 msk ólífuolía 300 g spergilkál 2 stórar kartöflur, um350 g 2 hvítlauksgeirar ½ laukur 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) Salt og nýmalaður pipar Smjör Aðferð: Skerið lauk, hvítlauk, spergikál og karöflur í litla bita. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur í gegn. Bætið kartöflum og spergilkáli saman við og steikið í smá stund. Kryddið með salti og pipar. Hellið kjúklingasoði saman við og leyfið súpunni að malla í hálftíma eða lengur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota (þess þarf ekki en mér finnst hún betri þykkari…