Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti

Ég er ekki búin að hugsa um annað undanfarna daga en rjómalagað pasta og ég í kvöld var kvöldið til þess að elda gott pasta! Ég ætla að skella þessu á óléttuna, ég þrái kolvetni í hvert mál og mér þykir ekkert betra en gott pasta. Uppskriftin sem ég gerði í kvöld er sáraeinföld og ég notaði bara eitt og annað sem ég átti til í ísskápnum, útkoman var að mínu mati ofboðslega góð og þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur. Það er aldrei slæmt að eiga uppskrift að einföldum pastarétt sem tekur enga stund að búa til, ég meina hver elskar ekki rjóma og pasta?

Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti

 

  • 350 g spaghettí
  • Ólífuolía
  • 8 sneiðar beikon
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/4 blaðlaukur
  • 8 – 10 sveppir
  • 1 hvítlauksrif
  • 250 ml rjómi
  • 1/2 kjúklingateningur (kraftur)
  • salt og pipar
  • 1 bolli nýrifinn parmesan
  • klettasalat, magn eftir smekk

Aðferð:

  • Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum (ég læt alltaf smávegis af ólífuolíu og nóg af salti með)
  • Hitið ólífuolíuna á pönnu, skerið beikonið í bita og steikið upp úr olíunni. Skerið önnur hráefni smátt og bætið þeim út á pönnuna, steikið í 1 – 2 mínútur.
  • Hellið rjómanum saman við ásamt því að bæta hálfum kjúklingatening út á pönnuna. Rífið niður parmesan og hrærið honum saman við sósuna.
  • Setjið spaghettíið út í sósuna og gott er að setja eins og 1 – 2 dl af pastavatninu saman við ef sósan er of þykk.
  • Bætið klettasalatinu saman við í lokin og kryddið til með salti og pipar. Berið fram með nóg af parmesan!

Njótið vel

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *