Archives

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

Djúpsteikt tacos!

Djúpsteikt tacos! Þriðjudagar eru taco dagar á okkar heimili og ég sýni frá því á Instagram, þetta er orðin virkilega skemmtileg hefð og ég er spennt alla vikuna að elda ljúffengt taco á þriðjudögum. Í síðustu viku eldaði ég eða djúpsteikti öllu heldur fisk og bar fram í tortilla vefjum, guðdómlega gott… ég hef í raun ekki hætt að hugsa um þennan rétt og hann verður á matseðlinum fljótlega aftur. Ég mæli mjöög mikið með að þið prófið. Uppskriftin miðast við fjóra – fimm Hráefni í þeirri röð sem ég nota þau: Mangósalsa: 1 mangó 1 rauð paprika Handfylli kóríander 10 – 12 kirsuberjatómatar Salt og pipar Safi úr hálfri límónu 1 msk ólífuolía Aðferð: Skerið grænmetið mjög smátt og blandið saman í skál. Kreistið…

Ítalskar kjötbollur fylltar með mozzarellaSænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi.Mexíkóskar kjötbollur með nachos flögum. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu. Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu með asískum blæ.   Njótið bolludagsins í botn kæru lesendur. xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður Salt og pipar 4 msk sýrður rjómi 150 g pekanhnetur 2 msk steinselja 1 tsk sítrónubörkur Safi úr hálfri sítrónu 30 g parmesan ostur Salt og pipar 2 tsk tímían 2 hvítlauksrif Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt) Parmesan Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C. Berið fram með ofnbökuðum…

SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál Fyrir 2 Hráefni: 600 g þorskur, roð-og beinlaus 1 msk paprikukrydd salt og pipar 1 msk ólífuolía 2 tsk smjör 1 msk sweet chili sósa 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu. Grænmeti:  4 regnbogagulrætur 1 límóna 2 tómatar 1/2 rauðlaukur 1 stilkur vorlaukur 1 lárpera salt Aðferð: Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis…

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR ÚR EINFALT MEÐ EVU

SMJÖRSTEIKTUR HUMAR 1 kg humar í skel 2 hvítlauksrif 1 msk ólífuolía Salt og pipar 1 tsk sítrónupipar 100 g smjör Handfylli fersk steinselja 1 sítróna + fleiri sem meðlæti Aðferð: Hreinsið humarinn með því að klippa hann í tvennt, takið görnina úr og skolið vel undir köldu vatni. Þerrið humarinn vel áður en þið steikið hann. Hitið ólífuolíu og 1 matskeið af smjöri á pönnu, saxið niður 2 hvítlauksrif og steikið örstutt. Bætið humrinum út á pönnuna og kryddið til með salti, pipar og sítrónupipar. Saxið niður ferska steinselju og sáldrið yfir ásamt því að kreista safann úr hálfri sítrónu yfir. Bætið restinni af smjörinu út á pönnuna og blandið öllu vel saman, það tekur mjög stutta stund að elda humarinn eða um fimm…

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSSÓSU ÚR EINFALT MEÐ EVU

KRÆKLINGUR Í HVÍTVÍNSRJÓMASÓSU Hráefni: • 800 g kræklingur • 1 laukur • 3 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 msk smjör • 2 dl hvítvín • 2 dl rjómi • 2 msk smátt söxuð steinselja • 2 msk smátt saxaður kóríander • Safi úr einni sítrónu Aðferð: 1. Skolið kræklinginn afar vel, hendið opinni eða skemmdri skel. Þið getið athugað hvort skelin sé lifandi með því að banka aðeins í hana ef hún er smávegis opin, ef hún lokar sér er hún lifandi og þá má borða hana. 2. Hitið smjör á pönnu, skerið niður lauk, hvítlauk og chili mjög smátt og steikið upp úr smjörinu þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. 3. Hellið kræklingum út á pönnuna og steikið í smá stund,…

SMJÖRSTEIKTUR ÞORSKHNAKKI MEÐ BLÓMKÁLSMAUKI ÚR EINFALT MEÐ EVU

MÁNUDAGSFISKURINN Í SPARIBÚNING Fyrir 3-4 Hráefni: • 800 g þorskhnakkar, roð- og beinlausir • Olía • Smjör • Salt og pipar • 4 dl mjólk • 4 dl hveiti Aðferð: 1. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst ofan í skál með hveiti, salti og pipar. 2. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn í nokkrar mínútur á hvorri hlið (ég myndi segja ca. 3 mínútur). 3. Það er mjög mikilvægt að pannan sé mjög heit þegar fiskurinn fer á en annars verður hjúpurinn ekki nógu stökkur. Bætið smjöri út á pönnuna í lokin og hellið vel yfir fiskinn, það er nauðsynlegt að hafa nóg af smjöri! Blómkálsmauk • 1 stórt blómkálshöfuð • 2 msk mjör •…

HÖRPUDISKUR Á VOLGU MAÍSSALATI ÚR EINFALT MEÐ EVU

Hörpudiskur á volgu maíssalati Hráefni: • 2 ferskir maísstönglar í hýðinu • Salt og pipar • 4 msk smjör • 1 hvítlauksrif • ½ rauð paprika • 1 lárpera • 2 tómatar • 1 límóna • 1 msk smátt söxuð basilíka • 1 dl hreinn fetaostur • 10 stk hörpuskel • 1 sítróna Aðferð: 1. Skafið maískornin af maískólfinum, hitið smjör á pönnu og steikið kornin þar til þau eru mjúk í gegn. Saxið hvítlauksrif og bætið út á pönnuna, kryddið til með salti og pipar. 2. Setjið maískornin til hliðar. 3. Skerið papriku, tómata og lárperu afar smátt. Blandið grænmetinu saman við maískornin. 4. Saxið niður basilíku og bætið henni einnig saman við maíssalatið. 5. Kreistið safann úr einni límónu yfir salatið og hrærið….

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA ÚR EINFALT MEÐ EVU

MATARMIKIL SJÁVARRÉTTASÚPA Hráefni:  • 2 msk olía • 1 laukur • 2 hvítlauksrif • ½ rautt chili • 3 stilkar vorlaukur • 250 lax, roðlaus og beinlaus • 250 g blandaðir sjávarréttir • 1 dós kókosmjólk (400 ml) • 1 L soðið vatn + 1 ½ fiskiteningur • 1 límóna • 2 paprikur, appelsínugul og rauð • Handfylli kóríander • ½ msk fiskisósa • 250 g risarækjur, ósoðnar • ½ – 1 msk karrí • 1 tsk paprikukrydd • Cayenne pipar á hnífsoddi • Salt og pipar, magn eftir smekk Aðferð: 1. Skerið niður lauk, hvítlauk, chili og vorlauk og steikið upp úr olíu þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. 2. Skerið papriku smátt og bætið út í pottinn, steikið áfram þar til…

1 2 3 4