Archives

Grillaður lax með sítrónu, fetaosti, hvítlauk og kirsuberjatómötum

Grillaður lax með sítrónu, kirsuberjatómötum og hvítlauk 700 g lax, beinhreinsaður 1 msk ólífuolía salt og pipar 1 hvítlauksrif 10 kirsuberjatómatar sítróna 1 ½ dl fetaostur 1 msk graslaukur, smátt saxaður Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita og raðið honum í álbakka eða á álpappír, dreifið olíu yfir laxinn og kryddið með salti og pipar. Rífið niður eitt hvítlauksrif, skerið niður tómata og graslauk og dreifið yfir laxinn. Skerið sítrónu í sneiðar og leggið eina sneið yfir hvern bita ásamt því að mylja fetaost yfir í lokin. Grillið í 5 – 7 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn. Grillaður aspas Ferskur aspas Ólífuolía Sítrónusafi Salt og pipar Smjör Aðferð: Snyrtið aspasinn vel og skerið trénaða hlutann af, það er gott ráð…

Surf and Turf – hin fullkomna nautalund

Safarík og silkimjúk nautalund er eitt af því betra sem ég veit um! Ég smakkaði bestu nautalund sem ég hef smakkað hjá Atla vini mínum fyrr á þessu ári en hann eldaði hana með sous vide eldunargræju en slík matreiðsla felur í sér að elda matinn á jöfnu hitastigi í vatni. Ég hef oft smakkað góða nautalund og tel mig alveg ágæta að elda slíka en þessi eldunaraðferð er skotheld og útkoman verður fullkomin – ég er að segja ykkur það, fullkomin! Haddi átti afmæli í mars og við fengum fjölskylduna hans í mat og buðum upp á „surf and turf“ eða nautalund og humar. Ég hef alltaf verið svolítið stressuð að elda nautalund fyrir marga, þá verð ég stressuð um að ofelda steikina eða…

Sælkerasalat með mozzarella og hráskinku

Mér finnst voða  gott að skella í einföld og bragðgóð salöt, það sakar ekki ef uppskriftin er einnig fljótleg. Þetta sælkerasalat er einmitt eitt af þeim og þegar mig langar í eitthvað létt og gott þá verður salatið yfirleitt fyrir valinu, eins er tilvalið að bera það fram í saumaklúbbnum, það er svo gott að hafa smá salat með öllum kökunum. Góð hráefni gegna lykilhlutverki í uppskriftinni og þau fá svo sannarlega að njóta sín.     Sælkerasalat 150 g klettasalat2 kúlur Mozzarella ostur300 – 400 g hráskinka1 askja kirsuberjatómatar8 – 10 jarðaberRistaðar furuhnetur, magn eftir smekkBalsamik gljáiAðferð: Leggið klettasalatið á fallegan disk, skerið Mozzarella ostinn í jafnstóra bita og dreifið ofan á salatið. Setjið hráskinkuna yfir salatið og skerið jarðaber og tómata smátt og dreifið…

Djúpsteiktur ostur hjúpaður í Doritos mulningi

Í gærkvöldi ætlaði ég ekki að sofna, pínu vandræðalegt að segja frá ástæðu þess en ég var með hugmynd að djúpsteiktum ost í huga. Já, stundum valda uppskriftir mér andvökunætum sem er mjög hressandi. Þegar ég vaknaði í morgun var ég staðráðin í því að prófa uppskriftina sem ég var búin að setja saman í huganum og útkoman var miklu betri en einhver draumur, ég held að þetta sé ein besta uppskrift að djúpsteiktum Camenbert sem ég hef smakkað. Mögulega ætti maður að vera hógvær þegar um ræðir uppskriftir frá manni sjálfum en þessi er of góð til þess, það er ekkert hægt að vera hógvær þegar djúpsteiktur ostur á í hlut og hvað þá ef hann er hjúpaður Doritos mulning. Þetta er einn einfaldasti…

Fyllt kalkúnabringa með öllu tilheyrandi

Ég var búin að deila með ykkur eftirréttinum sem ég gerði fyrir hátíðarblað Hagkaups fyrir jólin en það var dásamleg After Eight terta sem ég mæli með að þið prófið en nú er komið að því að deila aðalréttinum með ykkur. Fyllt kalkúnabringa með waldorf salati, rósakáli, sætri kartöflumús og villisveppasósu sem allir elska. Þessi máltíð verður á boðstólnum hjá mér þessi jólin og ég get varla beðið. Ég elska kalkún og er sérstaklega hrifin af kalkúnabringu, hún er einstaklega safarík og bragðmikil. Tala nú ekki um með góðu meðlæti…nokkrir dagar í þessa ljúffengu máltíð sem ég vona að flestir prófi. Njótið vel kæru lesendur.   Fyllt hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi. Fylling 40 g smjör 200 g sveppir 2 meðalstórir skallottulaukar 1 sellerí stilkur 1 epli…

Stökkir kjúklingabitar í kornflexmulningi með hunangssósu

Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum. Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi Kartöflubátar 7 – 8 kartöflur, fremur stórar 1 rauðlaukur 4 hvítlauksrif salt og pipar ólífuolía   Aðferð: Skeriðkartöflurnar í fjóra bita. Skeriðrauðlaukinn í sneiðar og pressið hvítlauksrifin. Blandiðöllu saman í skál með ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar. Leggiðí eldfast mót og bakið við 200° C í 40 – 45 mínútur. Mér finnst best að steikja kartöflurnar á pönnu í smá stund áður en ég læt þær í eldfast mót og inn í ofn.   Marinering 1 dóssýrður rjómi…

Nautalund með bernaise og piparostasósu

  Í síðustu viku fengum við góða gesti í mat og mig langaði til þess að bjóða þeim upp á eitthvað svakalega gott, ég fór út í Hagkaup og það fyrsta sem fangaði auga mitt í kjötborðinu var girnileg nautalund og sömuleiðis gargaði Bernaise sósan á mig sem var þarna líka. Ég stóðst ekki mátið, keypti kjötið, sósuna og gott meðlæti. Máltíðin var afar ljúffeng, ég byrjaði á því að elda kartöflurnar og á meðan þær voru í ofninum eldaði ég kjötið. Eldunin var afar einföld eða alveg eins og okkur þykir kjötið best. Hér kemur uppskriftin að nautalund með Hasselback kartöflum og piparostasósu. (Bernaise sósan var keypt í þetta sinn og því fylgir ekki uppskrift haha). Nautalundir  Ólífuolía 800 g nautalund Smjör Salt og…

Hægeldað lambalæri með ljúffengu kartöflugratíni og piparostasósu.

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri  1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1.     Hitið ofninn í 120°C. 2.     Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3.     Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…

1 2 3