Stökkir kjúklingabitar í kornflexmulningi með hunangssósu

Ég elska stökka kjúklingabita með góðri sósu og það er fátt sem jafnast á við safaríka, bragðmikla og stökka bita. Í síðasta þætti af Matargleði eldaði ég þessa einföldu kjúklingabita sem þið ættuð að prófa, hollari útgáfa að gómsætum kjúklingabitum.
Stökkir kjúklingabita í kornflexmulningi
Kartöflubátar
 • 7 – 8
  kartöflur, fremur stórar
 • 1
  rauðlaukur
 • 4
  hvítlauksrif
 • salt og
  pipar
 • ólífuolía

 

Aðferð:
 1. Skeriðkartöflurnar í fjóra bita.
 2. Skeriðrauðlaukinn í sneiðar og pressið hvítlauksrifin.
 3. Blandiðöllu saman í skál með ólífuolíu og kryddið til með salti og pipar.
 4. Leggiðí eldfast mót og bakið við 200° C í 40 – 45 mínútur. Mér finnst best að steikja
  kartöflurnar á pönnu í smá stund áður en ég læt þær í eldfast mót og inn í ofn.

 

Marinering
 • 1 dóssýrður rjómi
 • 2 tsk hunangs Dijon sinnep
 • ½ tsk hvítlauksduft
 • salt ogpipar
 • 4 kjúklingabringur
 • 5 bollar kornfleks (1 bolli=2 dl)
 • 2 tsk hvítlauksduft
 • 2 tsk fersk steinselja
 • 1 tsk tímían
 • salt og pipar
 • 1 msk
  ólífuolía

 

Aðferð:
 1. Skerið kjúklingabringurnar eða kjúklingakjötið í álíka stóra bita. Skolið kjötið og
  þerrið mjög vel.
 2. Hitið ofninn í 200°C.
 3. Blandið sýrða rjómanum, hunangs sinnepi, hvítlauksdufti, salti og pipar saman í skál.
  Setjið kjúklingabitana út í marineringuna og leyfið honum að marinerast í
  nokkrar mínútur (því lengur því betri verður kjúklingurinn)
 4. Setjið kornflex, hvítlauksduft, steinselju, tímían, salt, pipar og ólífuolíu í
  matvinnsluvél.
 5. Veltið kjúklingabitunum upp úr kornflexinu og þekjið hvern bita mjög vel.
 6. Leggið bitana á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 200°C í 25 – 30 mínútur. Þegar
  eldunartíminn er hálfnaður snúið þið bitunum við og dreifið smá olíu yfir
  bitana.
 7. Berið fram með hunangssósu, kartöflubátum og fersku grænmeti t.d. agúrku og gulrætur.

 

Hunangssósa
1 dós sýrður rjómi
1 – 2 msk majónes
2 – 3 msk Dijon sinnep með hunangi
salt og nýmalaður pipar
1 hvítlauksrif
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum vel saman í skál eða sem betra er í matvinnsluvél.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *