Archives

Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra Hráefni: 3 msk góð ólífuolía 1,2 kg tómatar 16-18 kirsuberjatómatar 2 tsk oreganó salt og pipar 1 laukur 3 hvítlaukrsif 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur) 1 búnt basilíka Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Forhitið ofninn í 160°C (blástur) Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen. Bætið tómötum út í pottinn og maukið…

Mexíkó panna sem þú verður að prófa

Taco Tuesday heldur áfram að sjálfsögðu og ég var farin að þrá mexíkóskan mat. Þessi panna er nákvæmlega það sem mig vantaði í líf mitt! Kjúklingur, stökkar tortillakökur, nóg af osti, rjómaostur og var ég búin að segja nóg af osti? Þið þurfið hreinlega að prófa þennan rétt sem allra fyrst. Þið finnið skref fyrir skref myndir á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran. Mexíkósk panna *Uppskriftin miðast við fjóra 600 g kjúklingabringur, skornar í litla bita 1 msk ólífuolía 3 msk fajitas krydd Salt og pipar ½ laukur, skorinn í strimla ½ rauð paprika, skorin í strimla ½ græn paprika, skorin í strimla 5 sveppir, smátt skornir 2 hvítlauksrif, pressuð 3 dl tómata passata ½ kjúklingateningur 5 msk rjómaostur 1 dl maísbaunir Tortillavefjur Rifinn…

Páskamaturinn

Hægeldaður lambahryggur eins og tengdó gerir með æðislegri rjómasósu sem allir elska. Klassísk sem slær alltaf í gegn! Fylltur lambahryggur með sólkysstum tómötum, döðlum, fetaosti og furuhnetum borinn fram með smjörsteiktum kartöflum, ferskum aspas og æðislegu spergilkálssalati. Þetta salat! Mamma mía hvað það er gott og þið þurfið helst að prófa það, ekki seinna en núna strax. Lambakórónur með æðislegri kartöflumús og rauðvínssósu. Einfaldur og æðislegur réttur. Hægeldaðir lambaskankar með hökkuðum tómötum og rósmarín, borið fram með perlukúskús. Fylltur lambahryggur með tómat-og furuhnetupestói. Kjötið er borið fram með kartöflum steiktum upp úr andafitu og æðislegri soðsósu. Hægeldað lambalæri með rótargrænmeti og piparostasósu (uppáhalds uppskriftin mín). Lambarifjur í trufflumarineringu og nautalundir. Fullkomið á grillið. Sous Vide nautalund með piparostasósu og hvítlaukshumar sem bráðnar í munni. Entrecóte…

Portóbelló tacos

Portóbello tacos Fyrir 2: Hráefni: 4 portóbelló sveppir 1 rauð paprika 1 hvítlauksrif ¼ rautt chili 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd Salt og pipar 2 msk ólífuolía 1 límóna 2 stilkar vorlaukur Kirsuberjatómatar 2 lárperur 1 dós Sýrður rjómi Handfylli kóríander Tortilla kökur Hreinn fetaostur, magn eftir smekk Aðferð: Skerið sveppina í sneiðar, saxið chili, hvítlauk, kóríander og blandið öllu saman. Kryddið til með salti, pipar, paprikukryddi og cumin kryddi. Hellið olíu saman við og hrærið. Það er frábært ef þið hafið tíma að leyfa sveppunum að liggja í marineringunni í smá tíma. Á meðan sveppirnir liggja í marineringunni er ágætt að útbúa meðlætið. Setjið sýrðan rjóma, lárperur, 1 hvítlauksrif, handfylli kóríander, salt, pipar og safann úr hálfri límónu í matvinnsluvél og maukið…

Indversk veisla

Tikka masala kjúklingur Fyrir 3-4 3 hvítlauksrif 1 msk rifið ferskt engifer 3 msk sítrónusafi 1 dl hrein jógúrt 1 tsk salti ½ rautt chilialdin 1 tsk kóríanderfræ Handfyllisaxað kóríander 3 tsk garam masala 700 g kjúklingakjöt, skorið í litla bita Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman og skerið kjúklingakjötið í litla bita Setjið allt í plastpoka og inn í kæli í 2 – 3 klukkstundir, best yfir nótt. Eftir þann tíma er kjúklingurinn steiktur á pönnu í 2 – 3 mínútur og síðan fært yfir í pottinn með sósunni og látið malla í 15 – 20 mínútur. Sósan: 2 – 3 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 msk rifið engifer ½ rautt chilialdin 1 tsk túrmerik 1 tsk cumin 1 tsk múskat 2 msk tómatpúrra 200…

Blómkáls tacos

Blómkáls tacos Fyrir 2-3 1 stórt blómkál 2 msk olía 1 ½  tsk salt 1 ½  tsk pipar 1 ½  tsk paprika 1 ½  cumin krydd 1 ½  kóríander, malaður Aðferð: Skerið blómkálið í litla bita og setjið í skál ásamt þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og olíu, blandið vel saman (best að nota hendurnar í verkið). Þið getið annaðhvort ofnbakað blómkálið eða djúpsteikt. Ef þið ætlið að ofnbaka þá stillið þið ofninn á 220°C, leggið blómkálið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur. Snúið blómkálinu einu sinni við og bakið áfram í 15 mínútur. Þá er það tilbúið! Ef þið viljið djúpsteikja, þá veltið þið blómkálsbitunum upp úr hveiti og síðan upp úr  orly deigi. Steikið í olíu sem…

Kalt pastasalat sem tekur enga stund að búa til

Fyrir fjóra – sex 350 g pasta að eigin vali Handfylli basilíka Handfylli spínat 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 dl ólífuolía Salt og pipar 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 12 kirsuberjatómatar 2 dl fetaostur Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa) Aðferð: Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið. Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt. Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman. Blandið…

Kjúklinga enchiladas

Taco tuesday er orðinn vinsæll liður hér á heimilinu og í gær fengum við mjög góða gesti í mat og að sjálfsögðu þá var mexíkóskt þema. Hér er uppskriftin að sumarlegu og ljúffengu kjúklinga enchiladas með mexíkóosti. Virkilega ljúffengt! Fyrir 4 – 6 Ólífuolía 1 laukur 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif Salt og pipar Enchiladas kryddblanda (hægt að kaupa í pokum) 8 úrbeinuð kjúklingalæri 1 mexíkóostur 2 dl rifinn ostur Tortilla vefjur Salsa sósa, magn eftir smekk Fetaostur, magn eftir smekk Kóríander, magn eftir smekk Ferskt salsa, uppskrift hér að neðan Aðferð:  Hitið ofninn í 180°C. Skerið papriku, lauk og hvítlauk niður og setjið í eldfast mót. Hellið smávegis af olíu yfir og kryddið með salti. Setjið kjúklingalærin í skál, hellið olíu…

Mexíkóskt salat í tortillaskál

Mexíkóskt salat í tortillaskál Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Aðferð: Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk.   Lárperusósa: 1 lárpera 2 hvítlauksrif 4–5 msk. grískt jógúrt Safinn úr 1/2 límónu Skvetta af hunangi Salt og pipar Aðferð: Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur  til með salti og pipar. Best er að geyma sósuna í ísskápnum í smá stund áður en þið berið hana fram.   Salatið: 800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinni Salt og pipar 1/2 tsk. kumminkrydd 1 tsk. Bezt á allt-krydd 1 askja kirsuberjatómatar 1 laukur Handfylli kóríander 1 mangó…

Djúpsteikt tacos!

Djúpsteikt tacos! Þriðjudagar eru taco dagar á okkar heimili og ég sýni frá því á Instagram, þetta er orðin virkilega skemmtileg hefð og ég er spennt alla vikuna að elda ljúffengt taco á þriðjudögum. Í síðustu viku eldaði ég eða djúpsteikti öllu heldur fisk og bar fram í tortilla vefjum, guðdómlega gott… ég hef í raun ekki hætt að hugsa um þennan rétt og hann verður á matseðlinum fljótlega aftur. Ég mæli mjöög mikið með að þið prófið. Uppskriftin miðast við fjóra – fimm Hráefni í þeirri röð sem ég nota þau: Mangósalsa: 1 mangó 1 rauð paprika Handfylli kóríander 10 – 12 kirsuberjatómatar Salt og pipar Safi úr hálfri límónu 1 msk ólífuolía Aðferð: Skerið grænmetið mjög smátt og blandið saman í skál. Kreistið…

1 2 3 17