Volg súkkulaðikaka með kaffiís Eftirréttur sem sameinar súkkulaði og kaffi er fullkomin fyrir mér. Í síðasta þætti útbjó ég þessa ljúffengu súkkulaði brownie og gerði einfaldasta ís í heimi, kaffiís sem passar mjög vel með nýbakaðri köku. Brownies uppskrift: 150 g smjör 250 g súkkulaði t.d. suðusúkkulaði 200 g sykur…
Kjúklinga Enchiladas með Mexíkó osti Ólífuolía 1 rauðlaukur 1/2 rautt chili 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 hvítlauksrif salt og pipar 2 kjúklingabringur 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk tómatpúrra 1 mexíkóostur 1 dl vatn Kóríander Tortilla kökur Rifinn mozzarella Sýrður rjómi Salsa Aðferð: Hitið olíu á pönnu, skerið…
Ég er sífellt að prófa mig áfram með hollari uppskriftir handa Ingibjörgu Rósu og að sjálfsögðu fyrir sjálfa mig líka. Það er svo auðvelt að grípa í hvítt brauð og eitthvað sem er kannski ekkert svo hollt og gott fyrir okkur. Hér er hollari útgáfa að pönnukökum sem ég baka…
Nýbakaðar pönnukökur, dásamlegur kaffiilmur, fólkið mitt og fullkomið haustveður, bara ef allir sunnudagar væru svo fullkomnir. Og já hreint heimili, ég segi ykkur þetta satt. Svona dagar eru afskaplega notalegir og því er nauðsynlegt að njóta þeirra. Ég elska pönnukökur eins og þið hafið eflaust tekið eftir í gegnum tíðina…
Mánudagur: Á mánudögum finnst mér best að fá góðan fisk og þessi villti lax með blómkálsmauki og ferskum aspas er afar ljúffengur. Þriðjudagur: Brakandi ferskt og gott kjúklingasalat sem ég fæ ekki nóg af. Miðvikudagur: Þessi súpa yljar á köldum dögum og er einstaklega bragðgóð. Fimmtudagur: Mér…
Laxasalatið sem ég elska er frábær byrjun á vikunni. Allt sem mér þykir gott í einu salati, hollt og fáránlega ljúffengt. Á þriðjudaginn ætla ég að elda vængi og fá fólk til mín í mat, að sjálfsögðu ætlum við að horfa á leikinn á meðan. Klístraðir vængir og góður félagsskapur,…
Á morgun hefst sannkölluð þjóðhátíðarvika, svei mér þá. Á þriðjudaginn keppir Ísland sinn fyrsta leik á evrópumótinu og ættum við að sjálfsögðu að baða okkur í fánalitunum. Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní og á hverju ári þá baka ég þjóðhátíðarköku. Í ár er það þessi ljúffenga vanillukaka með…
Og hjartaði mitt bráðnaði gjörsamlega. Við byrjuðum helgina á pizzabakstri og þetta var í fyrsta sinn sem Ingibjörg Rósa hjálpaði mömmu sinni, þetta verður okkar fasti liður á föstudögum. Matargerðin verður milljón sinnum skemmtilegri þegar maður fær svona góða aðstoð og mér þótti svo ánægjulegt að sjá hvað litlan mín…
Nú eru eflaust margir að skipuleggja EM kvöld með vinum og fjölskyldunni, mér fannst þess vegna tilvalið að deila með ykkur uppskrift að æðislegri ídýfu sem ég fæ ekki nóg af. Ég elska ost og hann fer með aðalhlutverk í þessari sósu, það er nauðsynlegt að nota Cheddar ostinn en…
Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum…